Landmælingar Íslands mæla vegi og slóða á hálendinu

Á hverju ári síðan 1999 hafa Landmælingar Íslands staðið að GPS mælingum vega og slóða á Íslandi meðal annars í náinni samvinnu við Vegagerðina. Undanfarin ár hafa Landmælingar Íslands í samráði við umhverfisráðuneytið lagt áherslu á mælingar á miðhálendi landsins.  Í byrjun júlí 2009 hófu Landmælingar Íslands GPS mælingar á vegum og slóðum á hálendi… Continue reading Landmælingar Íslands mæla vegi og slóða á hálendinu

Published
Categorized as Fréttir

Nýr umhverfisráðherra í heimsókn

Þann 8. júní kom Svandís Svavarsdóttir nýskipaður umhverfisráðherra í heimsókn til Landmælinga Íslands og kynnti sér starfsemi stofnunarinnar. Ráðherra átti fund með Magnúsi Guðmundssyni forstjóra Landmælinga Íslands, heilsaði upp á starfsmenn og kynnti sér þau verkefni sem unnin eru á stofnuninni.   Umhverfisráðherra hefur heimsótt aðrar stofnanir umhverfisráðuneytisins á undanförnum dögum. Hún hefur nýtt heimsóknirnar til… Continue reading Nýr umhverfisráðherra í heimsókn

Published
Categorized as Fréttir

Skandinavískt staðlasamstarf

Eitt af föstum verkefnum Landmælinga Íslands er innleiðing og þróun staðla á sviði landupplýsinga. Stofnunin tekur þátt í samstarfi Norðurlandaþjóðanna, þar sem fjallað er um þróun ISO TC 211 staðlanna en það eru evrópskir tæknistaðlar á sviði landupplýsinga.  Í byrjun mánaðarins fór fram árlegur samstarfsfundur norræna staðlahópsins og fór hann í þetta skipti fram hér… Continue reading Skandinavískt staðlasamstarf

Published
Categorized as Fréttir

Ársskýrsla 2008

Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2008 er komin út. Í ársskýrslunni er að finna ársreikninga stofnunarinnar auk þess sem upplýsingar eru um það helsta sem gert var á stofnuninni á árinu 2008.     Myndin sem prýðir forsíðu skýrslunnar að þessu sinni er mósaík af Íslandi, samsett úr gervitunglamyndum teknum úr SPOT 5 gervitungli á árunum 2002-2007.  Hér er hægt að lesa skýrsluna… Continue reading Ársskýrsla 2008

Published
Categorized as Fréttir

Samvinna eykur gæði landupplýsinga á Íslandi

Landmælingar Íslands og Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar skrifuðu nýlega undir samstarfssamning á sviði landupplýsinga.Markmið samningsins er að tryggja samstarf á sviði landfræðilegra gagna, nýta sérfræðiþekkingu starfsmanna, auka upplýsingamiðlun og samnýta landfræðileg gögn til að geta aukið gæði gagna og komið í veg fyrir tvíverknað. Landupplýsingadeild Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar hefur um árabil verið í fararbroddi hér á landi… Continue reading Samvinna eykur gæði landupplýsinga á Íslandi

Mikil aðsókn að opnu húsi

Fimmtudaginn 8. janúar 2009 voru 10 ár liðin frá því Landmælingar Íslands fluttu á Akranes. Af því tilefni var stofnunin með opið hús þar sem starfsmenn kynntu þau verkefni sem unnið er að. Alls komu um 400 manns í heimsókn, skoðuðu sig um og gæddu sér á kaffi og kleinum sem boðið var uppá í… Continue reading Mikil aðsókn að opnu húsi

Published
Categorized as Fréttir

Vinningshafi getraunarinnar fundinn

Mikil þátttaka var í verðlaunagetrauninni á opnu húsi í dag en alls skiluðu 140 manns inn svörum.  Guðbjartur Hannesson þingmaður dró úr kassanum nafn Björns Guðmundssonar á Akranesi.  Við óskum Birni til hamingju með nýja GPS tækið með Íslandskortunum sem að stórum hluta eru unnin úr IS 50V gögnum Landmælinga Íslands en Garmin tækin eru seld… Continue reading Vinningshafi getraunarinnar fundinn

Published
Categorized as Fréttir

Opið hús hjá Landmælingum Íslands 8. janúar

Í tilefni af því að 10 ár eru frá því að Landmælingar Íslands fluttu á Akranes er Akurnesingum og landsmönnum öllum boðið í heimsókn til Landmælinga Íslands að Stillholti 16-18 á milli kl. 14 og 19, fimmtudaginn 8. janúar.  Starfsmenn stofnunarinnar verða á staðnum til að fræða gesti um starfsemina, Þórunn Sveinbjarnadóttir umhverfisráðherra kemur í heimsókn,… Continue reading Opið hús hjá Landmælingum Íslands 8. janúar

Published
Categorized as Fréttir