Þann 15. maí 2007 tók gildi í Evrópusambandinu tilskipun um notkun og miðlun landupplýsinga sem nefnist INSPIRE (http://www.ec-gis.org/inspire). Markmið tilskipunarinnar er að samræma og samnýta opinberar landupplýsingar, einkum í þágu umhverfismála. Eitt af lykilatriðum tilskipunarinnar er átak við aðgera opinberar landupplýsingar aðgengilegar á netinu til hagsbóta fyrir allt samfélagið. INSPIRE mun taka gildi á Íslandi… Continue reading Greinargerð og tillögur um innleiðingu INSPIRE á Íslandi
Category: Fréttir
Hliðarhreyfing lands varð mun meiri en áður var talið
Þó svo við byggjumst við talsverðum hreyfingum á landinu, áttum við ekki von á þessu stökki,“ segir Guðmundur Valsson mælingaverkfræðingur hjá Landmælingum Íslands en komnar eru lokaniðurstöður úr mæliátaki sem LMÍ og Vegagerðin stóðu fyrir og fram fóru á Suðvesturlandi dagana 6.-16. október. Þar komu fram gríðarlegar afleiðingar Suðurlandsskjálftanna í maí, sem sýna meðal annars allt… Continue reading Hliðarhreyfing lands varð mun meiri en áður var talið
Vel heppnaður vinnudagur
Hvað ber framtíðin í skauti sér ? Föstudaginn 24. október síðastliðinn fór allt starfslið Landmælinga Íslands upp á Hótel Glym í Hvalfirði þar sem skipulagður hafði verið sameiginlegur vinnudagur. Meginverkefnið var að ræða möguleg tækifæri og breytingar sem framundan eru í starfsemi Landmælinga Íslands s.s. vegna breyttra krafna, tæknibreytinga og breyttra ytri aðstæðna í þjóðfélaginu.… Continue reading Vel heppnaður vinnudagur
Landupplýsingar 2008
Þann 22. október var ráðstefnan Landupplýsingar 2008 haldin á vegum LÍSU samtakanna. Starfsmenn Landmælinga Íslands kynntu þar m.a. nokkur verkefni sem unnið er að á stofnuninni um þessar mundir. Kolbeinn Árnason kynnti niðurstöður CORINE landflokkunarinnar (ppt 4,4 mb), Guðmundur Valsson ræddi um hvernig leysa megi aflögun á viðmiðunum og Eydís Líndal Finnbogadóttir og Gunnar H.… Continue reading Landupplýsingar 2008
Ársþingi Eurogeographics lokið í Rúmeníu
Á 8. árþingi Eurogeographics sem haldið var í borginni Sibiu í Rúmeníu á dögunum var Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, endurkjörinn forseti samtakanna. Að þessu sinni var aðal umræðuefni ársþingsins, hvernig best sé að uppfylla væntingar í samfélögum þar sem landfræðilegar upplýsingar eru í auknu mæli notaðar í ákvarðanatöku, viðskiptum og tómstundum. „Landfræðilegar upplýsingar segja… Continue reading Ársþingi Eurogeographics lokið í Rúmeníu
Ganga.is opnar endurbættan vef
Vert er að vekja athygli á vefnum ganga.is en þar hafa miklar endurbætur átt sér stað að undanförnu. Landmælingar Íslands eru meðal samstarfsaðila verkefnisins og leggja til þess landfræðileg grunngögn. Heimasíða ganga.is
Ratsjármyndir af jarðskjálftasvæðinu á Suðurlandi
Fjórum dögum eftir jarðskjálftann mikla á Suðurlandi 29. maí náði ENVISAT gervitunglið ratsjármynd af skjálftasvæðinu. Nú hefur Jarðvísindastofnun Háskólans birt interferometry-mynd sem sýnir hreyfingu skjálftans en skjálftinn mældist 6.3 á Richter skala. Myndir af þessu tagi eru eins og olíubrák á vatni og þar sem mynstrið brotnar upp og stutt verður á milli bylgjulengda litrófsins hafa… Continue reading Ratsjármyndir af jarðskjálftasvæðinu á Suðurlandi
Forstjórar norrænna kortastofnana í heimsókn
Dagana 19. og 20. maí funduðu forstjórar norrænu kortastofnananna hér á Íslandi. Fundirnir eru haldnir til að styrkja tengsl stofnananna og taka stöðu á þeim fjölmörgu verkefnum set stofnanirnar vinna í sameiningu að. Landmælingar Íslands njóta mjög góðs af þessu samstarfi og hefur það skilað sér á ýmsan hátt, s.s. í kortaútgáfu, landmælingum og við uppbyggingu landfræðilegra… Continue reading Forstjórar norrænna kortastofnana í heimsókn
Landmælingar og Landbúnaðarháskólinn í samstarf
Ársfundur Landbúnaðarháskóla Íslands var haldinn á Hótel Stykkishólmi föstudaginn 11. apríl. Meginefni fundarins að þessu sinni var náttúrufræði með sérstakri áherslu á Snæfellsnes. Á fundinum var undirritaður samstarfssamningur milli Landmælingar Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Markmið samningsins er að stuðla að auknu samstarfi þessara tveggja mikilvægu stofnana sem báðar eru staðsettar á Vesturlandi. Samningurinn fjallar meðal annars… Continue reading Landmælingar og Landbúnaðarháskólinn í samstarf
IS 50V útgáfa 2.1
Nú er útgáfa 2.1 af IS 50V gagnagrunninum komin út. Í útgáfu 2.1 hafa öll lög verið uppfærð nema mannvirki og yfirborð en þau lög verða uppfærð seinna á árinu. Skipting á gagnasettunum er eftirfarandi: Hæðarlínur og punktar Mörk: línur og flákar Samgöngur: línur og flákar Vatnafar: punktar, línur og flákar Örnefni: nöfn Mannvirki: punktar,… Continue reading IS 50V útgáfa 2.1