Greinargerð og tillögur um innleiðingu INSPIRE á Íslandi

Þann 15. maí 2007 tók gildi í Evrópusambandinu tilskipun um notkun og miðlun landupplýsinga sem nefnist INSPIRE (http://www.ec-gis.org/inspire). Markmið tilskipunarinnar er að samræma og samnýta opinberar landupplýsingar, einkum í þágu umhverfismála. Eitt af lykilatriðum tilskipunarinnar er átak við aðgera opinberar landupplýsingar aðgengilegar á netinu til hagsbóta fyrir allt samfélagið. INSPIRE mun taka gildi á Íslandi… Continue reading Greinargerð og tillögur um innleiðingu INSPIRE á Íslandi

Published
Categorized as Fréttir

Hliðarhreyfing lands varð mun meiri en áður var talið

Þó svo við byggjumst við talsverðum hreyfingum á landinu, áttum við ekki von á þessu stökki,“ segir Guðmundur Valsson mælingaverkfræðingur hjá Landmælingum Íslands en komnar eru lokaniðurstöður úr mæliátaki sem LMÍ og Vegagerðin stóðu fyrir og fram fóru á Suðvesturlandi dagana 6.-16. október. Þar komu fram gríðarlegar afleiðingar Suðurlandsskjálftanna í maí, sem sýna meðal annars allt… Continue reading Hliðarhreyfing lands varð mun meiri en áður var talið

Published
Categorized as Fréttir

Vel heppnaður vinnudagur

Hvað ber framtíðin í skauti sér ? Föstudaginn 24. október síðastliðinn fór allt starfslið Landmælinga Íslands upp á Hótel Glym í Hvalfirði þar sem skipulagður hafði verið sameiginlegur vinnudagur. Meginverkefnið var að ræða möguleg tækifæri og breytingar sem framundan eru í starfsemi Landmælinga Íslands s.s. vegna breyttra krafna, tæknibreytinga og breyttra ytri aðstæðna í þjóðfélaginu.… Continue reading Vel heppnaður vinnudagur

Published
Categorized as Fréttir

Landupplýsingar 2008

Þann 22. október var ráðstefnan Landupplýsingar 2008 haldin á vegum LÍSU samtakanna.  Starfsmenn Landmælinga Íslands kynntu þar m.a. nokkur verkefni sem unnið er að á stofnuninni um þessar mundir.  Kolbeinn Árnason kynnti niðurstöður CORINE landflokkunarinnar (ppt 4,4 mb), Guðmundur Valsson ræddi um hvernig leysa megi aflögun á viðmiðunum og Eydís Líndal Finnbogadóttir og Gunnar H.… Continue reading Landupplýsingar 2008

Published
Categorized as Fréttir

Ársþingi Eurogeographics lokið í Rúmeníu

Á 8. árþingi Eurogeographics sem haldið var í borginni Sibiu í Rúmeníu á dögunum var Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, endurkjörinn forseti samtakanna.  Að þessu sinni var aðal umræðuefni ársþingsins, hvernig best sé að uppfylla væntingar í samfélögum þar sem landfræðilegar upplýsingar eru í auknu mæli notaðar í ákvarðanatöku, viðskiptum og tómstundum. „Landfræðilegar upplýsingar segja… Continue reading Ársþingi Eurogeographics lokið í Rúmeníu

Published
Categorized as Fréttir

Ganga.is opnar endurbættan vef

Vert er að vekja athygli á vefnum ganga.is en þar hafa miklar endurbætur átt sér stað að undanförnu.  Landmælingar Íslands eru meðal samstarfsaðila verkefnisins og leggja til þess landfræðileg grunngögn.  Heimasíða ganga.is

Published
Categorized as Fréttir

Ratsjármyndir af jarðskjálftasvæðinu á Suðurlandi

Fjórum dögum eftir jarðskjálftann mikla á Suðurlandi 29. maí náði ENVISAT gervitunglið ratsjármynd af skjálftasvæðinu. Nú hefur Jarðvísindastofnun Háskólans birt interferometry-mynd sem sýnir hreyfingu skjálftans en skjálftinn mældist 6.3 á Richter skala. Myndir af þessu tagi eru eins og olíubrák á vatni og þar sem mynstrið brotnar upp og stutt verður á milli bylgjulengda litrófsins hafa… Continue reading Ratsjármyndir af jarðskjálftasvæðinu á Suðurlandi

Forstjórar norrænna kortastofnana í heimsókn

Dagana 19. og 20. maí funduðu forstjórar norrænu kortastofnananna hér á Íslandi.  Fundirnir eru haldnir til að styrkja tengsl stofnananna og taka stöðu á þeim fjölmörgu verkefnum set stofnanirnar vinna í sameiningu að.  Landmælingar Íslands njóta mjög góðs af þessu samstarfi og hefur það skilað sér á ýmsan hátt, s.s. í kortaútgáfu, landmælingum og við uppbyggingu landfræðilegra… Continue reading Forstjórar norrænna kortastofnana í heimsókn

Published
Categorized as Fréttir

Landmælingar og Landbúnaðarháskólinn í samstarf

Ársfundur Landbúnaðarháskóla Íslands var haldinn á Hótel Stykkishólmi föstudaginn 11. apríl. Meginefni fundarins að þessu sinni var náttúrufræði með sérstakri áherslu á Snæfellsnes. Á fundinum var undirritaður samstarfssamningur milli Landmælingar Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Markmið samningsins er að stuðla að auknu samstarfi þessara tveggja mikilvægu stofnana sem báðar eru staðsettar á Vesturlandi. Samningurinn fjallar meðal annars… Continue reading Landmælingar og Landbúnaðarháskólinn í samstarf

IS 50V útgáfa 2.1

Nú er útgáfa 2.1 af IS 50V gagnagrunninum komin út. Í útgáfu 2.1 hafa öll lög verið uppfærð nema mannvirki og yfirborð en þau lög verða uppfærð seinna á árinu.     Skipting á gagnasettunum er eftirfarandi: Hæðarlínur og punktar Mörk: línur og flákar Samgöngur: línur og flákar Vatnafar: punktar, línur og flákar Örnefni: nöfn Mannvirki: punktar,… Continue reading IS 50V útgáfa 2.1