Þann 17. október verður haldin ráðstefna fyrir þá sem starfa með landupplýsingar og þróun þeirra. Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir mun flytja ávarp og Knut Flåten forstjóri Statens Karverk í Noregi verður meðal fyrirlesara. Nánar er hægt að lesa um ráðstefnuna á vef LÍSU.
Category: Fréttir
Ný göngukort af Vestfjörðum
Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa gefið út fjögur göngukort af suðurhluta Vestfjarða en kortin eru byggð á IS 50V kortagrunni Landmælinga Íslands. Kortin má nýta til skipulagningar gönguferða og hestaferða um byggðir og óbyggðir í þessum landshluta. Fyrstu fjögur kortin ná til sunnanverðra Vestfjarða og Dala og skv. upplýsingum frá Ferðamálasamtökum Vestfjarða verða þrjú kort til viðbótar gefin út… Continue reading Ný göngukort af Vestfjörðum
Algildar þyngdarmælingar á Íslandi
Landmælingar Íslands standa þessa dagana fyrir algildum þyngdarmælingum (absolute gravity) í samstarfi við Landmælingastofnun Finnlands, FGI (Finnish Geodetic Institute). Mælt verður í 7 mælistöðvum sem mældar voru af Landmælingum Þýskalands (BKG) árið 1997 auk þess sem tveim stöðvum verður bætt við mælinetið. Mælingar á þyngdarhröðun eru ein af grunnstoðum landmælingafræðanna og gefa nauðsynlegar upplýsingar við rannsóknir á breytingum jarðar… Continue reading Algildar þyngdarmælingar á Íslandi
Ný kortavefsjá hjá Námsgagnastofnun
Námsgagnastofnun hefur opnað nýja kortavefsjá á heimasíðu sinni. Á henni eru upplýsingar um ár, eyjar, fjöll, fossa, jökla, vötn, þéttbýli og þjóðgarða á Íslandi. Vefurinn er samstarfsverkefni Námsgagnastofnunar og Landmælingar Íslands. Opna kortavefsjá
Hálendisvegir kortlagðir
Á undanförnum vikum hafa Landmælingar Íslands og Ferðaklúbburinn 4×4 GPS-mælt vegi á hálendi Íslands. Markmið þessa samstarfsverkefnis er að útbúa gagnagrunn um vegi og slóða á hálendi Íslands. Gagnagrunninn verður hægt að nota í margvíslegum tilgangi, ekki síst fyrir umhverfisráðuneytið og sveitarfélög vegna vinnu til að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Samstarfið er á þá leið að 4×4 leggja… Continue reading Hálendisvegir kortlagðir
Betri kort hjá björgunarsveitum
Landmælingar Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörggera samstarfssamning Landmælingar Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa ákveðið með samningi, sem undirritaður var í dag 13. júlí 2007, að efla samstarf sitt til að auka notkun korta og annarra landupplýsinga í starfsemi björgunarsveita á Íslandi. Samstarf þetta er þróunarverkefni í þágu almannaöryggis og er meginmarkmiðið að auka og bæta upplýsingastreymi… Continue reading Betri kort hjá björgunarsveitum
Landmælingar Íslands ein af fyrirmyndarstofnunum SFR 2007
SFR hefur stendur árlega að könnuninni Stofnun ársins en hún er gerð í samstarfi við VR sem hefur staðið fyrir könnun á vinnuskilyrðum og Fyrirtæki ársins meðal félagsmanna sinna í áratug. Um er að ræða stærstu vinnumarkaðskönnun á Íslandi og náði hún til um þrjátíu þúsund starfsmanna bæði hjá opinberum stofnunum og hjá fyrirtækjum á almennum vinnumarkaði.… Continue reading Landmælingar Íslands ein af fyrirmyndarstofnunum SFR 2007
Samstarf á sviði örnefna
Í dag skrifuðu Landmælingar Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, undir samstarfssamning milli stofnananna. Markmið samningsins er að stofnanirnar vinni sameiginlega að því markmiði að til verði einhlítur gagnagrunnur um íslensk örnefni sem nýtist öllu samfélaginu og að örnefni séu birt með sem réttustum hætti.Sérstök áhersla verður lögð á að samræmis verði gætt… Continue reading Samstarf á sviði örnefna
Fyrsti íslenski staðallinn
Í dag kom út fyrsti íslenski staðallinn á sviði landupplýsinga (ÍST 120:200 Skráning og flokkun landupplýsinga – Fitjuskrá). Markmiðið með útgáfu staðalsins er að koma á samræmdri flokkun gagna í íslenskum landupplýsingakerfum ekki síst til að auka og bæta aðgengi að slíkum upplýsingum. Umsjón með gerð flokkunarlistans var hjá Landmælingum Íslands en verkefnið var… Continue reading Fyrsti íslenski staðallinn
Kortalager LMÍ seldur
Í dag afhentu Landmælingar Íslands, Iðnmennt ses, helstu útgáfugrunna sína en stofnuninni var í nýjum lögum gert að hætta allri kortaútgáfu. Í kjölfar þess var farið í útboð á þessum grunnum og varð fyrirtækið Iðnmennt hlutskarpast en það rekur m.a. öfluga bókaútgáfu undir merkjum IÐNÚ. Iðnmennt keypti eftirfarandi útgáfur LMÍ: Vegaatlas 1:200 000, Ferðakort 1:250… Continue reading Kortalager LMÍ seldur