Þann 1. janúar 2007 tóku gildi ný lög um landmælingar og kortagerð á Íslandi. Í þeim lögum kemur m.a. fram að Landmælingar Íslands skuli hætta sölu prentaðra korta. Vegna þessa hefur kortaverslun á vef LMÍ verið lokað frá og með mánudeginum 25, desember 2006. Nánari upplýsingar um nýja söluaðila koma síðar.
Category: Fréttir
Reitakerfi Íslands
LÍSU-samtökin ásamt Landmælingum Íslands og samstarfsaðilum hafa útbúið samræmt reitakerfi fyrir allt Ísland sem nefnist Reitakerfi Íslands. Í Samráðsnefnd um gerð reitakerfisins sátu, auk aðila frá LÍSU og LMÍ, aðilar frá Landlæknisembætinu, Náttúrfræðistofnun Íslands, Orkustofnun og Umhverfisstofnun. Auk þess fékk hópurinn aðstoð frá Samsýn ehf. Orðanefnd LÍSU var beðin um að koma með tillögu að… Continue reading Reitakerfi Íslands
Spot-5 myndatöku af Íslandi að ljúka
Í sumar hefur gengið vel að ná þeim myndum sem vantaði til að SPOT-5 gervitunglamyndir næðu að þekja allt Ísland. Ingvar Matthíasson, sérfræðingur á mælingasviði LMÍ, segir að nú eigi aðeins eftir að ná fjórum myndum og séu vonir bundnar við að það takist í haust SPOT-5 gervituglamyndir eru teknar af franska gervitunglinu SPOT-5 og… Continue reading Spot-5 myndatöku af Íslandi að ljúka