Franskur námsmaður í starfsþjálfun hjá LMÍ

Eydís L. Finnbogadóttir, forstjóri LMÍ, færði Hugo Lecomte bók að gjöf.

Í sumar hefur franskur námsmaður, Hugo Lecomte, verið í starfsþjálfun hjá Landmælingum Íslands. Hugo er að ljúka meistaranámi í mælingaverkfræði við National school of Geography Sciences í París og er starfsþjálfunin hluti af námi hans. Verkefni Hugo hjá Landmælingum Íslands hafa verið á sviði landmælinga þar sem hann hefur starfað þétt með mælingaverkfræðingum stofnunarinnar. Hugo… Continue reading Franskur námsmaður í starfsþjálfun hjá LMÍ

Published
Categorized as Fréttir

Ný aðgerðaráætlun um uppbyggingu, rekstur og viðhald grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar um Íslands

Landmælingar Íslands í samvinnu við fulltrúa fjölmargra ríkisstofnana, sem hafa með landupplýsingar að gera, hafa unnið drög að nýrri Aðgerðaráætlun um uppbyggingu, rekstur og viðhald grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar um Íslands. Aðgerðaráætlunin tekur við af gildandi áætlun sem var staðfest af umhverfis- og auðlindaráðherra 20. desember 2013, og var til fimm ára. Í nýrri aðgerðaráætlun eru… Continue reading Ný aðgerðaráætlun um uppbyggingu, rekstur og viðhald grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar um Íslands

ISN2016 – Tækniskýrsla

Sumarið 2016 var grunnstöðvanet Íslands mælt í þriðja sinn. Niðurstöður voru kynntar  á vel sóttum fundi á Grand Hótel þann 14. nóvember 2017. Stuttu síðar voru gefnir út hnitalistar  sem unnið var úr eftir ISNET2016 mælingarnar og mynda grunninn fyrir nýja viðmiðun ISN2016. Nú liggur fyrir TÆKNISKÝRSLA sem gerir ýtarlega grein fyrir niðurstöðum mælinganna og… Continue reading ISN2016 – Tækniskýrsla

Lágmarksþjónusta hjá LMÍ fram yfir verslunarmannahelgi

Vegna sumarleyfa og alþrifa á húsnæði verður lágmarks starfsemi hjá Landmælingum Íslands fram yfir verslunarmannahelgi. Fáir starfsmenn eru við vinnu og ef fólk ætlar að heimsækja stofnunina er það beðið að hringja áður í síma 430 9000.

Published
Categorized as Fréttir

Eydís Líndal Finnbogadóttir skipuð forstjóri Landmælinga Íslands

  Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Eydísi Líndal Finnbogadóttur í embætti forstjóra Landmælinga Íslands til næstu fimm ára. Eydís hefur starfað hjá Landmælingum Íslands frá árinu 1999, síðast sem forstöðumaður yfir fagsviði miðlunar og grunngerðar og sem settur forstjóri frá september 2018. Eydís var staðgengill forstjóra frá 2007, þar til hún var settur forstjóri. Valnefnd… Continue reading Eydís Líndal Finnbogadóttir skipuð forstjóri Landmælinga Íslands

Published
Categorized as Fréttir

Ársskýrsla Landmælinga Íslands 2018 er komin út

Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2018 er komin út. Af mörgu er að taka þegar litið er yfir verkefni ársins og í ársskýrslunni er að finna gott yfirlit yfir marþætta starfsemi stofnunarinnar. Í ávarpi Eydísar Líndal Finnbogadóttur, sem hefur verið settur forstjóri frá því um mitt ár 2018, kemur meðal annars fram að árið  2018… Continue reading Ársskýrsla Landmælinga Íslands 2018 er komin út

Ný útgáfa fimm gagnalaga af átta í IS 50V

Hér má sjá hitakort af nýskráðum örnefnum, blár litur sýnir hvar mest hefur verið skráð af nýjum örnefnum á milli útgáfa.

Á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands er komin ný útgáfa fimm gagnalaga af átta í IS 50V. Um er að ræða uppfærslu á örnefnum, mannvirkjum, samgöngum, vatnafari og strandlínu. Breytingar er mismiklar eftir lögum en flestar breytingar eru í örnefnalaginu og er það eina lagið þar sem  stöðugt er unnið að uppfærslum. Frá síðustu útgáfu hefur verið skráð töluvert… Continue reading Ný útgáfa fimm gagnalaga af átta í IS 50V

CORINE-flokkunin, Landeyjahöfn

Landeyjahöfn 2017

Landeyjahöfn á Bakkafjöru var tekin í notkun sumarið 2010 en henni fylgdi jafnframt umfangsmikil uppgræðsla lands á sandinum næst höfninni. Meðfylgjandi þrjár gervitunglamyndir sýna þróun landgræðslustarfsins á þessu svæði. Myndirnar eru ekki í náttúrulegri litaframsetningu heldur er notast við nærinnrauðar rófsupplýsingar sem valda því að gróið land kemur fram í rauðum litum. Mynd 1 er… Continue reading CORINE-flokkunin, Landeyjahöfn

Samningur Landmælinga Íslands og Veðurstofu Íslands um samnýtingu vinnurýma

Árni Snorrason, Veðurstofustjóri og Eydís Líndal Finnbogadóttir, settur forstjóri við undirritun samningsins.

Aukin sveigjanleiki er hluti þess sem starfsfólk vinnumarkaðarins sækist eftir. Þetta var m.a. niðurstaða málþings Landmælinga Íslands nú á vormánuðum sem bar heitið „Ríkisstofnun úti á landi– búbót eða basl?“ Á málþinginu kom einnig fram að starfsmenn sem vinna í öðrum sveitarfélögum en þeir búa í eru undir meira álagi vegna ferða auk þess sem… Continue reading Samningur Landmælinga Íslands og Veðurstofu Íslands um samnýtingu vinnurýma

Published
Categorized as Fréttir

Kvarðinn, fréttabréf Landmælinga Íslands, er kominn út

Annað tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands á árinu 2019 er komið út. Í blaðinu er meðal annars sagt frá Corine-landgerðaflokkuninni, málþingi sem haldið var í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því Landmælingar Íslands fluttu á Akranes og að Landmælingar Íslands taka við formennsku í Arctic SDI verkefninu. Þá er viðtal við Magnús… Continue reading Kvarðinn, fréttabréf Landmælinga Íslands, er kominn út