Nú er liðið u.þ.b. hálft ár síðan ÍslandsDEM hæðarlíkan LMÍ var gefið út. Hæðarlíkanið hefur verið mjög vinsælt og notað af mörgum enda er nákvæmni þess slík að það hentar í mörg verkefni. Hægt er að skoða hæðarlíkanið og hlaða því niður á http://atlas.lmi.is/mapview/?application=DEM og er þá smellt á Gögn – Sækja gögn, smelltu á… Continue reading Nýjar útgáfur af ÍslandsDEM hæðarlíkaninu
Category: Hæðarlíkön
Þrívíddarlíkan af Surtsey
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur birt á vef sínum nýtt þrívíddarlíkan af Surtsey. Líkanið er byggt á um 1500 myndum sem teknar voru með dróna og úr þyrlu. Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga fóru til Surtseyjar í sumar í þeim tilgangi að kortleggja hana með þessari nýstárlegu tækni. Líkanið var unnið á nýrri loftljósmyndastofu Náttúrufræðistofnunar. Líkön sem þessi nýtast ekki einungis til þess að… Continue reading Þrívíddarlíkan af Surtsey
Þrívíddarlíkan af Flateyri
Landmælingar Íslands hafa sett saman einfalt hæðarlíkan af Flateyri með gervitunglamynd ofaná. Myndin er frá 8.8.2011 en hæðarlíkanið er hluti af svokölluðum Arctic DEM gögnum. Með aðstoð líkansins er auðvelt að sjá landslagið í kringum Flateyri og hvernig Innra-Bæjargil og Skollahvilft hvíla fyrir ofan bæjinn. Gögn eins og fjarkönnunarmyndir og hæðarlíkön eru mikilvæg til að… Continue reading Þrívíddarlíkan af Flateyri
Þörf á mynd- og hæðargögnum
Landmælingar Íslands hafa afhent umhverfis- og auðlindaráðuneytinu skýrslu þar sem fram kemur þörf opinberra aðila á myndgögnum og hæðarlíkani af Íslandi. Tilgangur þarfagreiningarinnar var að uppfylla verkefni sem Landmælingar Íslands fengu frá ráðuneytinu þ.e. að kanna þörf á útboði á samræmdum myndgrunni og hæðarlíkani fyrir hið opinbera. Niðurstöður þarfagreiningarinnar eru þær mikil þörf á er… Continue reading Þörf á mynd- og hæðargögnum
Hæðarlíkan af Skaftafellsfjöllum ásamt Mosárdal
Árin 2010-2012 voru gerðar Lidarmælingar á Öræfajökli og aðliggjandi svæðum, m.a. Öræfasveitinni. Lidar hæðargögn eru mun nákvæmari en önnur og væri vissulega þörf fyrir slík gögn af landinu öllu. Lidargögn hafa ýmsa kosti því með þeim er unnt að fá mun nákvæmari hæðarlíkön af landinu. Slík líkön eru m.a. notuð til að greina flóðfarvegi, mæla… Continue reading Hæðarlíkan af Skaftafellsfjöllum ásamt Mosárdal
Kvíárjökull – hæðarlíkan
Einn af tilkomumestu jöklum landsins nefnist Kvíárjökull og er hann í Öræfasveitinni. Eitt helsta sérkenni hans er umgjörðin eða hinir háu jökulgarðar, sem ná 80 m hæð og umlykja og hylja jökulsporðinn fyrir vegfarendum. Til að sjá jökulinn þarf að fara inn um op myndað af farvegi Kvíár, sem fellur til austurs frá jökli. Fjöllin sem… Continue reading Kvíárjökull – hæðarlíkan
Hæðarlíkan af Esju
Esjan hefur mikla þýðingu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Segja má að hún sé þeirra fjall. Afar vinsælt er að ganga á Esjuna, að minnsta kosti upp að Steini sem er í um 597 m hæð. Leiðin að steini er um 6.6 km löng, fram og til baka frá bílastæði við Mógilsá. Fyrir ofan Steininn er klettabelti… Continue reading Hæðarlíkan af Esju
Hæðarlíkan af Skessuhorni og Heiðarhorni í Skarðsheiði
Þá er röðin komin að þrívíddarmynd fyrir Skessuhorn og Heiðarhorn í Skarðsheiði. Skessuhorn, sem telst einn tignarlegasti tindur á Vesturlandi, rís í sem næst 967 m hæð. Af tindinum sést vítt yfir Vesturland og er ganga á hann talin taka 5-6 klst. Gengið er upp að norðanverðu. Efri hluti fjallsins er gerður af fjölda hraunlaga… Continue reading Hæðarlíkan af Skessuhorni og Heiðarhorni í Skarðsheiði
Hæðarlíkan – Hekla
Nú er röðin komin að Heklu í þrívídd. Ógnin af eldgosum í Heklu fékk menn til að halda að þar mætti finna inngöngu í helvíti. Hvort sem það er rétt eða ekki er Hekla líklega þekktasta eldfjall landsins. Lögun fjallsins minnir á bát á hvolfi. Árið 1104 gaus í fjallinu og bárust gosefni í miklum… Continue reading Hæðarlíkan – Hekla
Brennisteinsfjöll – hæðarlíkan
Brennisteinsfjöll er fjalllendi suðvestan við Bláfjöll og samgróið þeim. Þau liggja utan við alfaraleið en eru án efa ein af stærstu perlunum á SV-horni landsins. Brennisteinsfjöll eru virkt eldfjallasvæði og þar er jafnframt háhitasvæði og fjölbreyttar gosmyndanir, svo sem gígaraðir, hrauntraðir og hraun. Greina má gosrein á þessu svæði sem að austanverðu markast af Bláfjöllum… Continue reading Brennisteinsfjöll – hæðarlíkan