Frá árlegri INSPIRE ráðstefnu í Barcelona

Frá vinstri Kjartan Ingvarsson, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Eydís L. Finnbogadóttir og Ragnar Þórðarson, Landmælingum Íslnads.

Dagana 26. – 30. september síðastliðinn var haldin árleg INSPIRE ráðstefna, að þessu sinni í Barcelona á Spáni. Ráðstefnan var með þeim fjölmennari sem haldin hefur verið, en á henni voru rúmlega 1.100 ráðstefnugestir. Þrír fulltrúar frá Íslandi sóttu ráðstefnuna, tveir starfsmenn Landmælinga Íslands og einn starfsmaður umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Svið INSPIRE er ótrúlega vítt… Continue reading Frá árlegri INSPIRE ráðstefnu í Barcelona

Ráðstefna um INSPIRE tilskipunina í Barcelona

Í maí 2011 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 44/2011 um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar. Markmið laganna er að byggja upp og viðhalda grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar og kort á vegum íslenskra stjórnvalda en í því felst að gera opinber gögn aðgengileg til fjölbreytilegra nota. Lögin um grunngerð landupplýsinga miða að innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins… Continue reading Ráðstefna um INSPIRE tilskipunina í Barcelona

Lokafundur eENVplus verkefnisins

Þann 3. desember síðastliðinn var lokafundur eENVplus verkefnisins haldinn í Róm á Ítalíu en Landmælingar Íslands í samstarfi við Umhverfisstofnun hafa verið aðilar að verkefninu. eEVNplus verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og snýst um að samnýta verkfæri og verkferla sem hannaðir hafa verið í tengslum við ýmis umhverfisverkefni Evrópusambandsins og nýta við framkvæmd og innleiðingu… Continue reading Lokafundur eENVplus verkefnisins

Landupplýsingar hjá stofnunum

Um landupplýsingar hjá stofnunum Á síðustu vikum hefur verið sagt frá niðurstöðum könnunar sem fór fram í vor um stöðu landupplýsinga hjá opinberum aðilum. Niðurstöðurnar eru áhugaverðar og liggur fyrir töluvert efni sem hægt er að kynna sér nánar í skýrslu með niðurstöðum úr könnun hér á heimasíðu LMÍ. Skýrslunni fylgir  töflureiknisskjal þar sem hægt er… Continue reading Landupplýsingar hjá stofnunum

Endurbættar leiðbeiningar fyrir Landupplýsingagátt

Leiðbeiningar fyrir Landupplýsingagátt Landmælinga Íslands hafa nú verið lagaðar og einfaldaðar. Landupplýsingagátt er einföld og þægileg veflausn þar sem hægt er að skrá og deila upplýsingum um gagnasöfn sem tengjast landupplýsingum um Ísland. Í leiðbeiningunum er útskýrt hvernig á að skrá lýsigögn í gáttina þannig að kröfur sem gerðar eru fyrir grunngerð landupplýsinga á Íslandi… Continue reading Endurbættar leiðbeiningar fyrir Landupplýsingagátt

INSPIRE ráðstefna 2014

Hin árlega INSPIRE ráðstefna var haldin í Álaborg í Danmörku dagana 16. – 20. júní 2014. Fyrir Íslands hönd sóttu tveir starfsmenn Landmælinga Íslands þau Eydís L. Finnbogadóttir og Saulius Prizginas, ásamt Ragnari Þórðarsyni hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu ráðstefnuna. Þar voru til umfjöllunar málefni sem snerta innleiðingu INSPIRE tilskipun Evrópusambandsins auk grunngerðar landupplýsinga í víðara samhengi. INSPIRE… Continue reading INSPIRE ráðstefna 2014

Framtíð INSPIRE með MIG hópi

Nú hefur innleiðing INSPIRE tilskipunarinnar staðið yfir í nokkur ár í Evrópu og komin ákveðin reynsla á nokkra þætti verkefnisins. Á heimasíðu INSPIRE segir að allt skipulag þarfnast viðhalds (e. maintenance) og framþróunar (e. evolution) ef það á að halda áfram að þjóna þeim tilgangi sem það var hugsað fyrir í upphafi. Því voru fyrir… Continue reading Framtíð INSPIRE með MIG hópi

Hvernig skráir maður lýsigögn?

Loksins loksins er búið að uppfæra leiðbeiningarnar um hvernig eigi að skrá lýsigögn og viljum við hvetja fólk til að prófa að skrá þau í Landupplýsingagáttina. Um er að ræða 13 blaðsíðna skjal þar sem því er lýst hvernig skrá eigi lýsigögn þannig að þau uppfylli kröfur INSPIRE. Einnig eru skráningaratriði útskýrð. Leiðbeiningarnar voru skrifaðar… Continue reading Hvernig skráir maður lýsigögn?

Af þýðingum og furðunöfnum.

Nú í byrjun árs höfum við hjá LMÍ tekið þýðingu landupplýsingagáttarinnar traustataki og ætlum okkur að vera komin langleiðina með að klára þýðinguna fyrir vormánuði. Ekki er sopið þó í ausuna sé komið er máltæki sem vel á við því vel yfir 3.500 textastrengi þarf að þýða og ekki eru til viðunandi þýðingar á mörgum… Continue reading Af þýðingum og furðunöfnum.

Skotar og Norður Írar með öfluga grunngerð

Þann 8 – 11 október síðastliðin fóru þrír starfsmenn Landmælinga Ísland í heimsókn til Skotlands og Norður-Írlands með stuðningi Evrópsambandsins (TAIEX aðstoð). Ferðin var farin til að afla upplýsinga og reynslu við uppbyggingu grunngerðar landupplýsinga á landsvísu. Þrátt fyrir að ýmis mál tengd INSPIRE tilskipuninni hafi verið rædd ítarlega, var mikil áherslan lögð á skipulag… Continue reading Skotar og Norður Írar með öfluga grunngerð