Um landupplýsingar hjá stofnunum Á síðustu vikum hefur verið sagt frá niðurstöðum könnunar sem fór fram í vor um stöðu landupplýsinga hjá opinberum aðilum. Niðurstöðurnar eru áhugaverðar og liggur fyrir töluvert efni sem hægt er að kynna sér nánar í skýrslu með niðurstöðum úr könnun hér á heimasíðu LMÍ. Skýrslunni fylgir töflureiknisskjal þar sem hægt er… Continue reading Landupplýsingar hjá stofnunum
Category: Fréttabréf Grunngerðar
Hvernig skráir maður lýsigögn?
Loksins loksins er búið að uppfæra leiðbeiningarnar um hvernig eigi að skrá lýsigögn og viljum við hvetja fólk til að prófa að skrá þau í Landupplýsingagáttina. Um er að ræða 13 blaðsíðna skjal þar sem því er lýst hvernig skrá eigi lýsigögn þannig að þau uppfylli kröfur INSPIRE. Einnig eru skráningaratriði útskýrð. Leiðbeiningarnar voru skrifaðar… Continue reading Hvernig skráir maður lýsigögn?
Af þýðingum og furðunöfnum.
Nú í byrjun árs höfum við hjá LMÍ tekið þýðingu landupplýsingagáttarinnar traustataki og ætlum okkur að vera komin langleiðina með að klára þýðinguna fyrir vormánuði. Ekki er sopið þó í ausuna sé komið er máltæki sem vel á við því vel yfir 3.500 textastrengi þarf að þýða og ekki eru til viðunandi þýðingar á mörgum… Continue reading Af þýðingum og furðunöfnum.
Skotar og Norður Írar með öfluga grunngerð
Þann 8 – 11 október síðastliðin fóru þrír starfsmenn Landmælinga Ísland í heimsókn til Skotlands og Norður-Írlands með stuðningi Evrópsambandsins (TAIEX aðstoð). Ferðin var farin til að afla upplýsinga og reynslu við uppbyggingu grunngerðar landupplýsinga á landsvísu. Þrátt fyrir að ýmis mál tengd INSPIRE tilskipuninni hafi verið rædd ítarlega, var mikil áherslan lögð á skipulag… Continue reading Skotar og Norður Írar með öfluga grunngerð
Nýtt fréttabréf og ný vefsíða
Landmælingar Íslands hafa opnað nýja vefsíðu sem fjallar um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar áÍslandi og INSPIRE. Þar má m.a. finna tengla í áhugaverðar vefsíður sem tengjast grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar og INSPIRE tilskipun ESB. Vefsíðan er á slóðinni http://inspire.lmi.is/. Þá hafa Landmælingar Íslands gefið út fréttabréf um efnið sem lesa má hér.