Nú er öðru námskeiði um skráningu lýsigagna samkvæmt kröfum sem INSPIRE gerir lokið. Einnig tengist Grunngerð fyrir stafrænar upplýsingar hér á landi málefninu. Hér fyrir neðan er að finna glærur af námskeiðinu og leiðbeiningar. Hvað er landupplýsingagátt og til hvers er hún Samúel Jón Gunnarsson Hvernig og hvar skráum við lýsigögn – Aðferðir við… Continue reading Námskeið um skráningu lýsigagna 21. febrúar 2012
Category: Inspire
Hvaða gögn, málefni og þjónustur falla undir INSPIRE?
Almenna reglan er að INSPIRE fjallar um tilgreind landupplýsingagögn stjórnvalda, á rafrænu formi og eru þemu sem tilskipunin nær til talin eru upp í viðauka 1, 2 og 3.
Hvað er „grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar“ -eða einfaldlega „grunngerð“?
Samkvæmt lögum nr. 44/2011 er grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar: „Tækni, stefnur, staðlar og mannauður sem þarf til að afla stafrænna landupplýsinga, vinna úr þeim, varðveita, miðla og auðvelda notkun þeirra.“
Hvernig nýtist INSPIRE?
INSPIRE tilskipunin og þar með uppbygging á evrópskri grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar verður til margvíslegra samfélagsnota – t.d. hjá viðbragðsaðilum neyðaráætlana s.s. björgunarsveitum og lögreglu.
Nýtt fréttabréf og ný vefsíða
Landmælingar Íslands hafa opnað nýja vefsíðu sem fjallar um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar áÍslandi og INSPIRE. Þar má m.a. finna tengla í áhugaverðar vefsíður sem tengjast grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar og INSPIRE tilskipun ESB. Vefsíðan er á slóðinni http://inspire.lmi.is/. Þá hafa Landmælingar Íslands gefið út fréttabréf um efnið sem lesa má hér.
Er munur á grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á Íslandi og INSPIRE?
Stutt svar við þessari spurningu er Já. Hugtakið Hugtakið grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar er íslenska heitið á því sem á ensku kallast „Spatial Data Infrastructure“.
Verða landupplýsingar gjaldfrjálsar með innleiðingu INSPIRE?
Það er ekki víst, í INSPIRE-tilskipuninni er aðeins sagt til um að lýsigagna- og skoðunarþjónusta fyrir gögnin sé án gjaldtöku. Það veltur á stefnu hvers ríkis eða hvers opinbers aðila hvernig gögnin eru verðlögð.
Ef mín stofnun er með gögn sem heyra undir viðauka III, á þá að skrá þau og gera aðgengileg skv. INSPIRE?
Já, það er mikilvægt fyrir
Hvaða gögn heyra undir INSPIRE?
Allar landupplýsingar í umsjá opinberra
Er skylda að eiga til öll gögn sem heyra til INSPIRE?
Ef ekki eru til gögn af einhverju þema sem fjallað er um í Inspire er aðildarríki þá skyldugt að útvega þau gögn? Nei, samkvæmt Inspire er ekki krafa um öflun nýrra gagna.