Mánudaginn 2. maí voru samþykkt á Alþingi lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar nr. 44/2011. Markmið laganna er að byggja upp og viðhalda grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á vegum stjórnvalda og tryggja aðgengi stjórnvalda og almennings að landupplýsingum. Unnið hefur verið í nokkurn tíma að gerð þessara laga og tengjast þau svokallaðri INSPIRE-tilskipun Evrópusambandsins. Með lögunum fá… Continue reading Alþingi samþykkir ný lög um grunngerð
Category: Inspire
Mælt fyrir frumvarpi um grunngerð landupplýsinga
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um grunngerð landupplýsinga á Alþingi síðastliðinn föstudag. Markmið frumvarpsins er að samræma framsetningu landupplýsinga frá hinum ýmsu aðilum, t.d. sveitarfélögum og ríki og viðhalda upplýsingunum í þeim tilgangi að tryggja aðgengi almennings og yfirvalda að þeim. Með því verður meðal annars tryggt að sömu gagnanna verði ekki… Continue reading Mælt fyrir frumvarpi um grunngerð landupplýsinga
Nýtt lagafrumvarp um bætt aðgengi að landupplýsingum
Í frumvarpinu er lagt til að byggð verði upp grunngerð landupplýsinga á vegum stjórnvalda og henni viðhaldið í þeim tilgangi að tryggja aðgengi yfirvalda og almennings að slíkum gögnum á Íslandi. Almenningi er gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við frumvarpsdrögin til og með 24. febrúar næstkomandi. Sjá nánar á vef umhverfisráðuneytisins.
Staða landupplýsinga hjá sveitarfélögum
Landmælingar Íslands létu síðastliðið haust kanna stöðu landupplýsingagagna hjá sveitarfélögum á Íslandi. Könnunin fór fram í aðdraganda innleiðingar INSPIRE tilskipunar ESB um aðgengi og samhæfingu á landfræðilegum gögnum í Evrópu í því skyni að auðvelda aðgengi að og auka notkun landupplýsingagagna í þágu umhverfismála. Sveitarfélögin voru beðin um að svara nokkrum almennum spurningum um notkun landupplýsinga og… Continue reading Staða landupplýsinga hjá sveitarfélögum
Samstarfssamningur um Landlýsingu
Á dögunum var samstarfssamningur LÍSU og Landmælinga Íslands um lýsigagnavefinn Landlýsingu undirritaður. Í samningnum er áframhaldandi skráning upplýsinga um landfræðileg gögn í Landlýsingu tryggð. Landmælingar sjá um vistun hugbúnaðarins og aðgengi en nefnd á vegum samtaka LÍSU kemur til með að leita eftir nýskráningum og hvetja til uppfærslna á eldri upplýsingum.