Almenna reglan er að INSPIRE fjallar um tilgreind landupplýsingagögn stjórnvalda, á rafrænu formi og eru þemu sem tilskipunin nær til talin eru upp í viðauka 1, 2 og 3.
Category: Spurt og Svarað
Hvað er „grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar“ -eða einfaldlega „grunngerð“?
Samkvæmt lögum nr. 44/2011 er grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar: „Tækni, stefnur, staðlar og mannauður sem þarf til að afla stafrænna landupplýsinga, vinna úr þeim, varðveita, miðla og auðvelda notkun þeirra.“
Hvernig nýtist INSPIRE?
INSPIRE tilskipunin og þar með uppbygging á evrópskri grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar verður til margvíslegra samfélagsnota – t.d. hjá viðbragðsaðilum neyðaráætlana s.s. björgunarsveitum og lögreglu.
Er munur á grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á Íslandi og INSPIRE?
Stutt svar við þessari spurningu er Já. Hugtakið Hugtakið grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar er íslenska heitið á því sem á ensku kallast „Spatial Data Infrastructure“.
Verða landupplýsingar gjaldfrjálsar með innleiðingu INSPIRE?
Það er ekki víst, í INSPIRE-tilskipuninni er aðeins sagt til um að lýsigagna- og skoðunarþjónusta fyrir gögnin sé án gjaldtöku. Það veltur á stefnu hvers ríkis eða hvers opinbers aðila hvernig gögnin eru verðlögð.
Ef mín stofnun er með gögn sem heyra undir viðauka III, á þá að skrá þau og gera aðgengileg skv. INSPIRE?
Já, það er mikilvægt fyrir
Hvaða gögn heyra undir INSPIRE?
Allar landupplýsingar í umsjá opinberra
Er skylda að eiga til öll gögn sem heyra til INSPIRE?
Ef ekki eru til gögn af einhverju þema sem fjallað er um í Inspire er aðildarríki þá skyldugt að útvega þau gögn? Nei, samkvæmt Inspire er ekki krafa um öflun nýrra gagna.