Ný DORIS stöð við mælingahúsið á Höfn

Í síðustu viku var sett upp ný DORIS (Doppler Orbitography and Radiopositioning Integrated by Satellite) mælistöð við mælingahús Landmælinga Íslands á Höfn í Hornafirði. Verkefnið er samstarfsverkefni Landmælinga Íslands og IGN (Institut national de l’information géographique et forestière) í Frakklandi. IGN á og rekur búnaðinn en Landmælingar Íslands útvega aðstöðu og þjónustar búnaðinn eftir þörfum.… Continue reading Ný DORIS stöð við mælingahúsið á Höfn

Samstarf Landmælinga Íslands og Háskólans í Reykjavík

Guðmundur Valsson kennir nemendum í HR.

Hjá Landmælingum Íslands starfa nokkrir sérfræðingar á sviði landmælinga og fjarkönnunar. Einn þeirra er Guðmundur Valsson, mælingaverkfræðingur sem hefur starfað um alllangt skeið hjá stofnuninni, en hann hefur faglega ábyrgð á landshnita- og hæðarkerfum Landmælinga Ísland. Þessa dagana kennir Guðmundur nemendum í byggingatæknifræði við Háskólann í Reykjavík, grunnáfanga í landmælingum. Í áfanganum er farið yfir… Continue reading Samstarf Landmælinga Íslands og Háskólans í Reykjavík

ISN2016 – Tækniskýrsla

Sumarið 2016 var grunnstöðvanet Íslands mælt í þriðja sinn. Niðurstöður voru kynntar  á vel sóttum fundi á Grand Hótel þann 14. nóvember 2017. Stuttu síðar voru gefnir út hnitalistar  sem unnið var úr eftir ISNET2016 mælingarnar og mynda grunninn fyrir nýja viðmiðun ISN2016. Nú liggur fyrir TÆKNISKÝRSLA sem gerir ýtarlega grein fyrir niðurstöðum mælinganna og… Continue reading ISN2016 – Tækniskýrsla

Hæðarmælingar fjalla

Þekkt dæmi um fjall sem lækkaði við nákvæmar mælingar er Hvannadalshnjúkur sem var mældur árið 2005 og lækkaði um 9 m.

Mörg atriði geta haft áhrif þegar hæð lands er mælt. Þar má nefna mismunandi mæliaðferðir og mismunandi skilgreining á 0-punkti. Með nútíma mæliaðferðum er þessi munur þó lítill, sérstaklega ef mælingamenn kunna vel til verka. Þegar fjöll eru mæld koma fleiri breytur til. Í fyrsta lagi er ekki alltaf verið að mæla sama punktinn, þ.e.… Continue reading Hæðarmælingar fjalla

Vinnustofa á Selfossi – Mælingar og skráning landeigna

Fimmtudaginn 4. apríl 2019 milli kl. 09:00 og 16:00 munu Þjóðskrá Íslands og Landmælingar Íslands bjóða upp á vinnustofu á Hótel Selfossi, fyrir landmælingamenn, tæknifólk sveitarfélaga og hönnuði sem skila inn gögnum í Landeignaskrá. Farið verður yfir grunnþætti landeignaskráningar, gagnaöflun, skráningarferli, landmælingu, framsetningu uppdrátta og lagalegt umhverfi. Vinnustofan er hugsuð sem fyrsta skref af nánara… Continue reading Vinnustofa á Selfossi – Mælingar og skráning landeigna

Landmælingar Íslands festa kaup á alstöð

Í gær, 6. desember afhentu fulltrúar frá fyrirtækinu Ísmar, Landmælingum Íslands alstöð af gerðinni Trimble S9 HP sem stofnunin hefur fest kaup á. Alstöðin er með hálfrar sekúndu nákvæmni og ein af þeim fullkomnustu sem eru í notkun hér á landi. Alstöðin er aðallega hugsuð til mælinga vegna viðhalds og við áframhaldandi uppbyggingu hæðarkerfis Íslands,… Continue reading Landmælingar Íslands festa kaup á alstöð