Viltu skoða gamlar ljósmyndir og kort af Íslandi?

Í kortasjá Landmælinga Íslands er að finna töluvert magn af ljósmyndum sem danskir landmælingamenn tóku, við vinnu sína á Íslandi í upphafi síðustu aldar. Flestar eru myndirnar frá árunum 1900 til 1910. Einnig má í kortasjánni sjá kort og uppdrátt af íslenskum bæjum, þéttbýlissvæðum og þorpum sem dönsku landmælingamennirnir gerðu. Þetta mikla verkefni stóð yfir… Continue reading Viltu skoða gamlar ljósmyndir og kort af Íslandi?

Herforingjaráðskortin í vefþjónustu

Um áratuga skeið voru Atlaskortin svonefndu í mælikvarðanum 1:100 000 helstu staðfræðikort Íslendinga. Enn í dag eru margir sem taka þau kort fram yfir önnur enda með afbrigðum vel gerð og falleg kort. Uppruna Atlaskortanna er þó að finna í mjög metnaðarfullri kortagerð Dana á Íslandi en á síðasta áratug 19. aldar varð dönskum yfirvöldum… Continue reading Herforingjaráðskortin í vefþjónustu

Fréttabréfið Kvarðinn komið út

Um árabil hefur fréttabréfið Kvarðinn verið gefið út þrisvar á ári, en í fréttabréfinu er sagt frá ýmsu fróðlegu í starfsemi Landmælinga Íslands. Nú er 22. útgáfuár Kvarðans að hefja göngu sína og í  fyrsta tölublaði ársins 2020 er meðal annars sagt frá nýju skipuriti Landmælinga Íslands, skemmtilegum örnefnum í uppfærðri útgáfu IS 50V, hæðarlíkönum… Continue reading Fréttabréfið Kvarðinn komið út

Áframhaldandi samstarf um fjarkönnun við Háskóla Íslands

Við undirritun samningsins: Dr. Kolbeinn Árnason, sérfræðingur hjá LMÍ og HÍ, Sigurður M. Garðarsson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, Eydís L. Finnbogadóttir, forstjóri LMÍ og Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ.

Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstjóri Landmælinga Íslands og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, endurnýjuðu á dögunum samning um samstarf stofnanna um fjarkönnunarrannsóknir á Íslandi. Fjarkönnun felst m.a. í myndatöku úr gervitunglum, flugvélum og drónum og að vinna úr þeim upplýsingar um yfirborð jarðarinnar, svo sem um breytingar á lífríki, hopun jökla og áhrif eldgosa á… Continue reading Áframhaldandi samstarf um fjarkönnun við Háskóla Íslands

Ársskýrsla Landmælinga Íslands 2018 er komin út

Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2018 er komin út. Af mörgu er að taka þegar litið er yfir verkefni ársins og í ársskýrslunni er að finna gott yfirlit yfir marþætta starfsemi stofnunarinnar. Í ávarpi Eydísar Líndal Finnbogadóttur, sem hefur verið settur forstjóri frá því um mitt ár 2018, kemur meðal annars fram að árið  2018… Continue reading Ársskýrsla Landmælinga Íslands 2018 er komin út

Kvarðinn, fréttabréf Landmælinga Íslands, er kominn út

Annað tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands á árinu 2019 er komið út. Í blaðinu er meðal annars sagt frá Corine-landgerðaflokkuninni, málþingi sem haldið var í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því Landmælingar Íslands fluttu á Akranes og að Landmælingar Íslands taka við formennsku í Arctic SDI verkefninu. Þá er viðtal við Magnús… Continue reading Kvarðinn, fréttabréf Landmælinga Íslands, er kominn út

Fundur Arctic SDI haldinn hjá Landmælingum Íslands

Fundargestir komu frá kortastofnunum allra Norðurlanda, Kanada og Bandaríkjanna

Í vikunni var haldinn fundur landstengiliða í Arctic SDI verkefninu, hjá Landmælinum Íslands. Arctic SDI er samstarfsverkefni þjóða á norðurslóðum við uppbyggingu grunngerðar fyrir landupplýsingar og tengingu kortagrunna á Norðurskautssvæðinu. Markmiðið er að nýta sem best kort og landupplýsingar sem til eru af svæðinu m.a. í tengslum við umhverfisáhrif og fjölbreytt lífríki. Þá var einnig… Continue reading Fundur Arctic SDI haldinn hjá Landmælingum Íslands

Vel heppnað málþing á Akranesi um opinber störf á landsbyggðinni

Föstudaginn 22. febrúar 2019 stóðu Landmælingar Íslands að afar vel heppnuðu málþingi um opinber störf á landsbyggðinni. Tilefni þessa málþings var að um 20 ár eru síðan að Landmælingar Íslands voru fluttar til Akraness frá Laugaveg 178 í Reykjavík, þar sem markmiðið var að efla atvinnulífið utan höfuðborgarinnar. Á þessum tíma störfuðu tæplega 30 starfsmenn… Continue reading Vel heppnað málþing á Akranesi um opinber störf á landsbyggðinni

Skráning hafin á málþingið Búbót eða basl?

Fyrr í mánuðinum sögðum við frá málþingi sem Landmælingar Íslands halda í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að stofnunin hóf starfsemi sína á Akranesi. Hafin er skráning á málþingið sem verður haldið 22. febrúar næstkomandi frá kl 13:00 til 15:30 í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi. Yfirskrift þess er Ríkisstofnun úti á… Continue reading Skráning hafin á málþingið Búbót eða basl?

Ársskýrsla 2017

Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2017 er komin út. Í ársskýrslunni er farið yfir helstu verkefni stofnunarinnar á árinu og í ávarpi forstjóra kemur fram að árið 2017 hafi verið markvert meðal annars vegna þess að frumvarp til breytinga á lögum um landmælingar og grunnkortagerð var samþykkt einróma á Alþingi í lok maí. Breytingar á… Continue reading Ársskýrsla 2017