Í vikunni var haldinn fundur landstengiliða í Arctic SDI verkefninu, hjá Landmælinum Íslands. Arctic SDI er samstarfsverkefni þjóða á norðurslóðum við uppbyggingu grunngerðar fyrir landupplýsingar og tengingu kortagrunna á Norðurskautssvæðinu. Markmiðið er að nýta sem best kort og landupplýsingar sem til eru af svæðinu m.a. í tengslum við umhverfisáhrif og fjölbreytt lífríki. Þá var einnig… Continue reading Fundur Arctic SDI haldinn hjá Landmælingum Íslands
Category: Arctic SDI
Fundur Arctic SDI verkefnisins hjá LMÍ
Þessa dagana stendur yfir fundur Arctic SDI verkefnisins hjá Landmælingum Íslands. Arctic SDI er samstarfsverkefni átta þjóða á norðurslóðum og snýr að uppbyggingu grunngerðar fyrir landupplýsingar og tengingu kortagrunna á Norðurheimsskautssvæðinu. Markmiðið með verkefninu er að nýta sem best kort og landupplýsingar sem til eru af svæðinu m.a. til að fylgjast með umhverfisáhrifum og fjölbreyttu… Continue reading Fundur Arctic SDI verkefnisins hjá LMÍ
Farsælt samstarf um kortagrunn af norðurslóðum
Eitt af markmiðum Arctic SDI verkefnisins (Artic Spatial Data Infrastructure) er að koma á laggirnar samræmdum stafrænum kortagrunni af norðurskautssvæðinu, sem þekur um 1/6 af yfirborði jarðarinnar. Gert er ráð fyrir að kortagrunnurinn verði aðgengilegur á netinu fyrir alla sem á þurfa að halda. Arctic SDI verkefnið á sér nokkra sögu en því var ýtt úr… Continue reading Farsælt samstarf um kortagrunn af norðurslóðum
Fundur stjórnar Arctic SDI
Dagana 20. og 21. nóvember 2014 var haldinn í Reykjavík, fundur stjórnar Arctic SDI verkefnisins. Arctic SDI er samstarfsverkefni átta þjóða á Norðurslóðum sem snýr að uppbyggingu grunngerðar fyrir landupplýsingar og tengingu kortagrunna á Norðurheimskautssvæðinu. Markmiðið er að nýta sem best kort og landupplýsingar sem til eru af þessu svæði óháð landamærum ríkja m.a. til… Continue reading Fundur stjórnar Arctic SDI
Ný heimasíða Arctic SDI
Þessa dagana er unnið að gerð nýrrar heimasíðu fyrir Arctic SDI verkefnið, sem er samstarfsverkefni átta kortastofnana á Norðurslóðum. Verkefnið snýst um uppbyggingu á grunngerð fyrir landupplýsingar á Norðurslóðum og að gera stafrænan kortagrunn, sem byggður er á bestu fáanlegu gögnum sem kortastofnanir samstarfslandanna búa yfir, aðgengilegan á netinu. Martin Skedsmo, tengiliður Kartverket í Noregi… Continue reading Ný heimasíða Arctic SDI
Grunngerð landupplýsinga á norðurheimskautssvæðinu
Þann 14.- 15. október síðastliðinn hittust fulltrúar kortastofnana Íslands, Noregs, Danmerkur/Grænlands, Rússlands, Kanada, Bandaríkjanna, Svíþjóðar og Finnlands ásamt fulltrúa frá Arctic Council, í Brussel. Tilgangur fundarins var að hefja formlega uppbyggingu grunngerðar landupplýsinga á norðurheimskautssvæðinu (Arctic SDI). Meginmarkmið verkefnisins er að byggja upp einsleitan kortagrunn af norðurheimskautssvæðinu sem á að verða grunnkort fyrir ýmis þemakort… Continue reading Grunngerð landupplýsinga á norðurheimskautssvæðinu