Um árabil hefur fréttabréfið Kvarðinn verið gefið út þrisvar á ári, en í fréttabréfinu er sagt frá ýmsu fróðlegu í starfsemi Landmælinga Íslands. Nú er 22. útgáfuár Kvarðans að hefja göngu sína og í fyrsta tölublaði ársins 2020 er meðal annars sagt frá nýju skipuriti Landmælinga Íslands, skemmtilegum örnefnum í uppfærðri útgáfu IS 50V, hæðarlíkönum… Continue reading Fréttabréfið Kvarðinn komið út
Category: Kvarðinn
Kvarðinn, fréttabréf Landmælinga Íslands, er kominn út
Annað tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands á árinu 2019 er komið út. Í blaðinu er meðal annars sagt frá Corine-landgerðaflokkuninni, málþingi sem haldið var í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því Landmælingar Íslands fluttu á Akranes og að Landmælingar Íslands taka við formennsku í Arctic SDI verkefninu. Þá er viðtal við Magnús… Continue reading Kvarðinn, fréttabréf Landmælinga Íslands, er kominn út
Fréttabréfið Kvarðinn komið út
Þriðja tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands á árinu 2017, er komið út. Þar er meðal annars sagt frá verkefni um kortlagningu landgerðabreytinga í Evrópu, en Landmælingar Íslands taka þátt í verkefninu, hniti jarðstöðva Landmælinga Íslands sem hafa nú verið uppfærð í ISN2016 og nýrri uppfærslu á IS 50V. Ýmislegt annað fróðlegt er að finna í… Continue reading Fréttabréfið Kvarðinn komið út
Fréttabréfið Kvarðinn er komið út
Þriðja tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2016 er komið út. Þar er meðal annars sagt frá endurmælingu á grunnstöðvaneti Landmælinga Íslands sem fram fór í sumar, vel heppnaðri afmælisráðstefnu sem haldin var síðastliðið vor, nýrri uppfærslu á grunngögnum og alþjóðlegu samstarfi um landmælingar og notkun landupplýsinga sem styrkt er af Sameinuðu þjóðunum. Kvarðinn er… Continue reading Fréttabréfið Kvarðinn er komið út
Kvarðinn, fréttabréf LMÍ er kominn út
Annað tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2015 er komið út. Í blaðinu er meðal annars sagt frá ráðstefnu um grunngerð landupplýsinga, sem haldin var í apríl síðastliðnum, alþjóðlegum rannsóknarhópum sem Landmælingar Íslands taka þátt í, þá er sagt frá ávinningi þess að landupplýsingar voru gerðar gjaldfrjálsar á árinu 2013. Þar kemur meðal annars… Continue reading Kvarðinn, fréttabréf LMÍ er kominn út
Fréttabréfið Kvarðinn er komið út
Annað tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu
Skotar og Norður Írar með öfluga grunngerð
Þann 8 – 11 október síðastliðin fóru þrír starfsmenn Landmælinga Ísland í heimsókn til Skotlands og Norður-Írlands með stuðningi Evrópsambandsins (TAIEX aðstoð). Ferðin var farin til að afla upplýsinga og reynslu við uppbyggingu grunngerðar landupplýsinga á landsvísu. Þrátt fyrir að ýmis mál tengd INSPIRE tilskipuninni hafi verið rædd ítarlega, var mikil áherslan lögð á skipulag… Continue reading Skotar og Norður Írar með öfluga grunngerð
Fundur gæðahóps EuroGeographics
Í síðustu viku var haldinn fundur gæðahóps EuroGeographics. Landmælingar Íslands og Þjóðskrá stóðu sameiginlega að fundinum sem haldinn var hjá Þjóðskrá. Fundurinn var vel sóttur og voru þátttakendur um 20 frá 15 stofnunum og jafn mörgum löndum. Fjallað var m.a. um geymslu gagna, skrásetningu á gæðum gagna, ERM, ESDIN, gæðamódel og gæðaskoðun gagna og margt… Continue reading Fundur gæðahóps EuroGeographics
Kvarðinn er kominn út
Fyrsta tölublað ársins af Kvarðanum, fréttabréfi Landmælinga Íslands, er komið út. Að venju kennir ýmissa grasa en í þessu eintaki af fréttabréfinu er m.a. jallað um nýtt sameiginlegt hæðarkerfi fyrir Ísland, mikilvægi landupplýsinga í nútímasamfélagi, heilsueflingu starfsmanna svo nokkur atriði séu nefnd.