Ný gjaldskrá tekur gildi

Ný gjaldskrá fyrir Landmælingar Íslands hefur verið samþykkt af umhverfisráðherra. Í gjaldskránni er tekið mið af verðlagsbreytingum undanfarinna ára en einnig hafa verið gerðar ýmsar lagfæringar í takt við breyttar áherslur. Meðal breytinga má nefna að ekki er lengur rukkað fyrir IS 500V gögnin en tekið er þjónustugjald fyrir afhendingu gagnanna. Birting á gögnunum eru áfram… Continue reading Ný gjaldskrá tekur gildi

Alþingi samþykkir ný lög um grunngerð

Mánudaginn 2. maí voru samþykkt á Alþingi lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar nr. 44/2011. Markmið laganna er að byggja upp og viðhalda grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á vegum stjórnvalda og tryggja aðgengi stjórnvalda og almennings að landupplýsingum. Unnið hefur verið í nokkurn tíma að gerð þessara laga og tengjast þau svokallaðri INSPIRE-tilskipun Evrópusambandsins. Með lögunum fá… Continue reading Alþingi samþykkir ný lög um grunngerð

Ný stefnumótun fyrir Landmælingar Íslands 2011-2015

Fyrir skömmu lauk verkefni sem staðið hefur yfir í þrjá mánuði hjá Landmælingum Íslands við að móta nýja stefnu fyrir tímabilið 2011-2015. Allir starfsmenn tóku þátt í vinnunni sem var leidd af fjögurra manna stýrihópi starfsmanna í samstarfi við Eyþór Ívar Jónsson sérfræðing í stefnumótun. Aðkoma allra starfsmanna stofnunarinnar leiddi til gagnlegra skoðanaskipta um tækifæri og… Continue reading Ný stefnumótun fyrir Landmælingar Íslands 2011-2015

Mælt fyrir frumvarpi um grunngerð landupplýsinga

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um grunngerð landupplýsinga á Alþingi síðastliðinn föstudag. Markmið frumvarpsins er að samræma framsetningu landupplýsinga frá hinum ýmsu aðilum, t.d. sveitarfélögum og ríki og viðhalda upplýsingunum í þeim tilgangi að tryggja aðgengi almennings og yfirvalda að þeim. Með því verður meðal annars tryggt að sömu gagnanna verði ekki… Continue reading Mælt fyrir frumvarpi um grunngerð landupplýsinga