EuroGeographics, samtök korta- og fasteignastofnana í Evrópu, hafa gefið út myndband sem sýnir á einfaldan hátt hve mikilvæg nákvæm staðsetning er í þágu almennings til að takast á við málefni dagsins. Sýnd eru dæmi um mikilvægi staðsetningar og góðra korta þegar komast á frá einum stað til annars, við skráningu fasteigna og vegna neyðartilvika svo… Continue reading Nýtt myndband EuroGeographics um mikilvægi nákvæmra staðsetninga
Category: Um LMÍ
Ársþing EuroGeographics 2017 í Vínarborg
Ársþing EuroGeographics samtaka korta- og fasteignastofnana í Evrópu, var haldið dagana 1. – 3. október 2017 í Vínarborg. Fulltrúar frá 52 korta- og fasteignastofnunum frá 42 löndum Evrópu tóku þátt í þinginu og voru fulltrúar Þjóðskrár Íslands og Landmælinga Íslands þar á meðal. Ársþingið var haldið í húsnæði austurrísku kortastofnunarinnar BEV (Bundesamt für Eich- und… Continue reading Ársþing EuroGeographics 2017 í Vínarborg
Fréttabréfið Kvarðinn komið út
Þriðja tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands á árinu 2017, er komið út. Þar er meðal annars sagt frá verkefni um kortlagningu landgerðabreytinga í Evrópu, en Landmælingar Íslands taka þátt í verkefninu, hniti jarðstöðva Landmælinga Íslands sem hafa nú verið uppfærð í ISN2016 og nýrri uppfærslu á IS 50V. Ýmislegt annað fróðlegt er að finna í… Continue reading Fréttabréfið Kvarðinn komið út
Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands
Í tengslum við 60 ára afmæli Landmælinga Íslands var gerð samantekt á starfsemi og sögu stofnunarinnar frá upphafsári hennar 1956 til dagsins í dag. Samentektin, er unnin að hluta upp úr annarri slíkri „Atriði úr sögu Landmælinga Íslands frá stofnun 1956 til ársins 2006“ sem Svavar Berg Pálsson skrifaði. Heimildir eru fengnar úr bókinni „Landmælingar… Continue reading Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands
Fréttabréfið Kvarðinn er komið út
Þriðja tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2016 er komið út. Þar er meðal annars sagt frá endurmælingu á grunnstöðvaneti Landmælinga Íslands sem fram fór í sumar, vel heppnaðri afmælisráðstefnu sem haldin var síðastliðið vor, nýrri uppfærslu á grunngögnum og alþjóðlegu samstarfi um landmælingar og notkun landupplýsinga sem styrkt er af Sameinuðu þjóðunum. Kvarðinn er… Continue reading Fréttabréfið Kvarðinn er komið út
Fundur Arctic SDI verkefnisins hjá LMÍ
Þessa dagana stendur yfir fundur Arctic SDI verkefnisins hjá Landmælingum Íslands. Arctic SDI er samstarfsverkefni átta þjóða á norðurslóðum og snýr að uppbyggingu grunngerðar fyrir landupplýsingar og tengingu kortagrunna á Norðurheimsskautssvæðinu. Markmiðið með verkefninu er að nýta sem best kort og landupplýsingar sem til eru af svæðinu m.a. til að fylgjast með umhverfisáhrifum og fjölbreyttu… Continue reading Fundur Arctic SDI verkefnisins hjá LMÍ
Undirritun samnings um rafræna skilalausn
Landmælingar Íslands hafa um árabil notað rafræna skjalavistunarkerfið GoPro til að skrá og halda utan um skjöl og upplýsingar stofnunarinnar auk þess að nýta hugbúnaðinn í verkefnisstjórnun. Samkvæmt lögum ber opinberum stofnunum og ráðuneytum að afhenda öll skjöl til Þjóðskjalasafns Íslands og hefur fram til þessa þurft að prenta þau á pappír. Til þess að… Continue reading Undirritun samnings um rafræna skilalausn
Farsælt samstarf um kortagrunn af norðurslóðum
Eitt af markmiðum Arctic SDI verkefnisins (Artic Spatial Data Infrastructure) er að koma á laggirnar samræmdum stafrænum kortagrunni af norðurskautssvæðinu, sem þekur um 1/6 af yfirborði jarðarinnar. Gert er ráð fyrir að kortagrunnurinn verði aðgengilegur á netinu fyrir alla sem á þurfa að halda. Arctic SDI verkefnið á sér nokkra sögu en því var ýtt úr… Continue reading Farsælt samstarf um kortagrunn af norðurslóðum
Nýr framkvæmdastjóri EuroGeographics
Mick Cory, frá kortastofnun Norður Írlands, hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri EuroGeographics. Mick tekur við starfinu þann 1. september næstkomandi af Dave Lovell sem hefur hefur gengt starfinu frá árinu 2007. EuroGeographics eru samtök korta- og fasteignastofnana í Evrópu. Í samtökunum eru 50 stofnanir frá 43 löndum og eru þau faglegur vettvangur korta- og fasteignastofnana… Continue reading Nýr framkvæmdastjóri EuroGeographics
Kvarðinn, fréttabréf LMÍ er kominn út
Annað tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2015 er komið út. Í blaðinu er meðal annars sagt frá ráðstefnu um grunngerð landupplýsinga, sem haldin var í apríl síðastliðnum, alþjóðlegum rannsóknarhópum sem Landmælingar Íslands taka þátt í, þá er sagt frá ávinningi þess að landupplýsingar voru gerðar gjaldfrjálsar á árinu 2013. Þar kemur meðal annars… Continue reading Kvarðinn, fréttabréf LMÍ er kominn út