Fundur stjórnar Arctic SDI

Dagana 20. og 21. nóvember 2014 var haldinn  í Reykjavík, fundur stjórnar Arctic SDI verkefnisins. Arctic SDI er samstarfsverkefni átta þjóða á Norðurslóðum sem snýr að uppbyggingu grunngerðar fyrir landupplýsingar og tengingu kortagrunna á Norðurheimskautssvæðinu. Markmiðið er að nýta sem best kort og landupplýsingar sem til eru af þessu svæði óháð landamærum ríkja m.a. til… Continue reading Fundur stjórnar Arctic SDI

Ný heimasíða Arctic SDI

Martin Skedsmo og Sigurjón Jónsson vinna við uppfærslu á heimasíðunni.

Þessa dagana er unnið að gerð nýrrar heimasíðu fyrir Arctic SDI verkefnið, sem er samstarfsverkefni átta kortastofnana á Norðurslóðum. Verkefnið snýst um uppbyggingu á grunngerð fyrir landupplýsingar á Norðurslóðum og að gera stafrænan kortagrunn, sem byggður er á bestu fáanlegu gögnum sem kortastofnanir samstarfslandanna búa yfir, aðgengilegan á netinu. Martin Skedsmo, tengiliður Kartverket í Noregi… Continue reading Ný heimasíða Arctic SDI

Skotar og Norður Írar með öfluga grunngerð

Þann 8 – 11 október síðastliðin fóru þrír starfsmenn Landmælinga Ísland í heimsókn til Skotlands og Norður-Írlands með stuðningi Evrópsambandsins (TAIEX aðstoð). Ferðin var farin til að afla upplýsinga og reynslu við uppbyggingu grunngerðar landupplýsinga á landsvísu. Þrátt fyrir að ýmis mál tengd INSPIRE tilskipuninni hafi verið rædd ítarlega, var mikil áherslan lögð á skipulag… Continue reading Skotar og Norður Írar með öfluga grunngerð

Fundur gæðahóps EuroGeographics

Gæðahópur EuroGeographics

Í síðustu viku var haldinn fundur gæðahóps EuroGeographics. Landmælingar Íslands og Þjóðskrá stóðu sameiginlega að fundinum sem haldinn var hjá Þjóðskrá. Fundurinn var vel sóttur og voru þátttakendur um 20 frá 15 stofnunum og jafn mörgum löndum. Fjallað var m.a. um geymslu gagna, skrásetningu á gæðum gagna, ERM, ESDIN, gæðamódel og gæðaskoðun gagna og margt… Continue reading Fundur gæðahóps EuroGeographics

Norrænir forstjórar funda í Reykjavík

Fundur forstjóra norrænna korta- og fasteignastofnana er haldinn í Reykjavík í dag. Á fundinum er farið yfir ýmis samstarfsverkefni og verkefni vinnuhópa s.s. EuroGeographics, Arctic SDI og INSPIRE.

Norrænar heimsóknir

Fimmtudaginn 18. ágúst og föstudaginn 19. ágúst fengu Landmælingar Íslands heimsókn frá norrænum kollegum. Á fimmtudeginum voru haldnir hér þrír norrænir fundir; á sviði starfsmannamála, fjármála auk þess sem NIK gruppen hélt hér fund en í þeim hópi eru tengiliðir alþjóðamála kortastofnana á Norðurlöndum. Á föstudeginum kom síðan Tromsö skrifstofa systurstofnunar LMÍ hjá Statens Kartverk í Noregi í heimsókn.… Continue reading Norrænar heimsóknir