Ný gjaldskrá fyrir Landmælingar Íslands hefur verið samþykkt af umhverfisráðherra. Í gjaldskránni er tekið mið af verðlagsbreytingum undanfarinna ára en einnig hafa verið gerðar ýmsar lagfæringar í takt við breyttar áherslur. Meðal breytinga má nefna að ekki er lengur rukkað fyrir IS 500V gögnin en tekið er þjónustugjald fyrir afhendingu gagnanna. Birting á gögnunum eru áfram… Continue reading Ný gjaldskrá tekur gildi
Category: Um LMÍ
Landmælingar Íslands sjötta besta stofnunin
Landmælingar Íslands urðu í sjötta sæti í vali á stofnun ársins í flokki minni stofnana og einnig ef miðað er við heildarfjölda. SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu stóð nú í sjötta sinn að þessu vali. Könnun var gerð meðal allra starfsmanna stofnunarinnar óháð því í hvaða stéttarfélagi þeir væru. Ljóst er að sú einkunn… Continue reading Landmælingar Íslands sjötta besta stofnunin
Alþingi samþykkir ný lög um grunngerð
Mánudaginn 2. maí voru samþykkt á Alþingi lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar nr. 44/2011. Markmið laganna er að byggja upp og viðhalda grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á vegum stjórnvalda og tryggja aðgengi stjórnvalda og almennings að landupplýsingum. Unnið hefur verið í nokkurn tíma að gerð þessara laga og tengjast þau svokallaðri INSPIRE-tilskipun Evrópusambandsins. Með lögunum fá… Continue reading Alþingi samþykkir ný lög um grunngerð
Willysjeppinn fluttur á Skógasafn
Á dögunum komu tveir starfsmenn Skógasafns í heimsókn til Landmælinga Íslands. Þeir voru komnir til að sækja muni sem hafa verið í eigu stofnunarinnar til margra ára. Flestir munanna voru til sýnis á sýningunni „Í rétta átt“ á Byggðasafninu að Görðum sem tekin var niður síðasta vor. Stærsti gripurinn sem fer til varðveislu á Skógasafn er Willysjeppi árgerð… Continue reading Willysjeppinn fluttur á Skógasafn
Ársskýrsla 2010
Nú er Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2010 komin út. Í ársskýrslunni er að finna ársreikninga stofnunarinnar, en rekstur stofnunarinnar gekk vel á síðasta ári, auk þess sem upplýst er um það helsta sem gert var á stofnuninni á árinu 2010. Forsíðumynd ársskýrslunnar er tekin að Fjallabaki.
Kvarðinn er kominn út
Fyrsta tölublað ársins af Kvarðanum, fréttabréfi Landmælinga Íslands, er komið út. Að venju kennir ýmissa grasa en í þessu eintaki af fréttabréfinu er m.a. jallað um nýtt sameiginlegt hæðarkerfi fyrir Ísland, mikilvægi landupplýsinga í nútímasamfélagi, heilsueflingu starfsmanna svo nokkur atriði séu nefnd.
Samstarfssamningur milli LMÍ og Veiðimálastofnunar
Þann 3. mars sl. var undirritaður samstarfssamningur um landupplýsingar milli Landmælinga Íslands og Veiðimálastofnunar. Markmiðið með samningnum er að auka samstarf stofnananna við að afla og miðla kortum og landfræðilegum gögnum um Ísland. Samkvæmt samningnum fær Veiðimálastofnun aðgang að IS 50V gagnagrunni Landmælinga Íslands og Landmælingar Íslands fá aðgang að þeim stafrænu gagnagrunnum Veiðimálastofnunar er varða… Continue reading Samstarfssamningur milli LMÍ og Veiðimálastofnunar
Samstarfssamningur milli LMÍ og HÍ
Þann 11. febrúar sl. var endurnýjaður samningur milli Landmælinga Íslands og Háskóla Íslands um samstarf á sviði fjarkönnunar sem staðið hefur síðan árið 2000. Samkvæmt þessum samningi vinna Landmælingar Íslands og Háskóli Íslands að eflingu fjarkönnunarrannsókna á Íslandi. Háskóli Íslands verður aðili að fjarkönnunarstarfsemi hjá Landmælingum Íslands og munu samningsaðilar starfa saman og skiptast á fjarkönnunargögnum. Einnig… Continue reading Samstarfssamningur milli LMÍ og HÍ
Landmælingar Íslands á Framadögum 2011
Landmælingar Íslands ásamt mörgum öðrum ríkisstofnunum og ráðuneytum tóku í gær þátt í Framadögum undir yfirskriftinni „Ríkið, stærsti þekkingarvinnustaður landsins“. Fjármálaráðuneytið hafði forystu í framtakinu. Framadagar eru árlegur viðburður í háskólalífinu og eru haldnir m.a. með það að leiðarljósi að auka tengsl háskólanáms við atvinnulífið. Fulltrúi Landmælinga Íslands var vel merktur á svæðinu í bol… Continue reading Landmælingar Íslands á Framadögum 2011