Fyrir skömmu lauk verkefni sem staðið hefur yfir í þrjá mánuði hjá Landmælingum Íslands við að móta nýja stefnu fyrir tímabilið 2011-2015. Allir starfsmenn tóku þátt í vinnunni sem var leidd af fjögurra manna stýrihópi starfsmanna í samstarfi við Eyþór Ívar Jónsson sérfræðing í stefnumótun. Aðkoma allra starfsmanna stofnunarinnar leiddi til gagnlegra skoðanaskipta um tækifæri og… Continue reading Ný stefnumótun fyrir Landmælingar Íslands 2011-2015
Category: Um LMÍ
Forseti Evrópuráðsins ræddi landupplýsingar
Á 10 ára afmæli EuroGeographics-samtakanna var samtökunum hrósað fyrir að leitast við að stuðla að auknu framboði og bættu aðgengi að landupplýsingagögnum. Herman Van Rompuy, forseti Evrópuráðsins, hældi meðlimum EuroGeographics fyrir ómetanlega vinnu þeirra við að gera landupplýsingagögn aðgengileg og auðfáanleg í Evrópusambandinu. Í opnunarræðu ársþings EuroGeographics-samtakanna sem haldið var í Brussel þetta árið nefndi Van… Continue reading Forseti Evrópuráðsins ræddi landupplýsingar
Grunngerð landupplýsinga á norðurheimskautssvæðinu
Þann 14.- 15. október síðastliðinn hittust fulltrúar kortastofnana Íslands, Noregs, Danmerkur/Grænlands, Rússlands, Kanada, Bandaríkjanna, Svíþjóðar og Finnlands ásamt fulltrúa frá Arctic Council, í Brussel. Tilgangur fundarins var að hefja formlega uppbyggingu grunngerðar landupplýsinga á norðurheimskautssvæðinu (Arctic SDI). Meginmarkmið verkefnisins er að byggja upp einsleitan kortagrunn af norðurheimskautssvæðinu sem á að verða grunnkort fyrir ýmis þemakort… Continue reading Grunngerð landupplýsinga á norðurheimskautssvæðinu
Vel heppnaður fundur í Færeyjum
Norrænt samstarf á sviði landupplýsinga er mikilvægt fyrir Landmælingar Íslands en með því skapast m.a. mjög mikilvægur vettvangur til að afla og miðla þekkingu. Til að ræða samstarfið og forgangsraða verkefnum hittast forstjórar og helstu stjórnendur norrænu kortastofnananna einu sinni á ári. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í Þórshöfn í Færeyjum í boði Umhverfisstofunnar… Continue reading Vel heppnaður fundur í Færeyjum
Myndir danskra landmælingamanna aðgengilegar
Í safni Landmælinga Íslands er að finna nokkuð af myndum sem danskir landmælingamenn tóku í upphafi síðustu aldar. Þessar myndir hafa verið gerðar aðgengilegar á vefnum og þar sem staðsetning þeirra og hverjir eru á myndunum er ekki alltaf þekkt geta glöggir lesendur skráð inn þau atriði sem eru áhugaverð. Skoða myndasafn
Hættu að hanga, farðu að ganga
Ganga.is er samstarfsverkefni Ungmennafélag Íslands, Ferðamálastofu og Landmælinga Íslands. Á síðunni er hægt að nálgast upplýsingar um fjölmargar gönguleiðir auk annarra nytsamra upplýsinga fyrir ferðamenn. Á síðunni er einnig að finna upplýsingar um verkefnið „Hættu að hanga, komdu að hjóla, synda eða ganga“. Heimasíða Ganga.is
Laus störf hjá Landmælingum Íslands
Laus eru til umsóknar tvö störf hjá Landmælingum Íslands. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst og ráðið verður í störfin frá og með 1. október 2010. Nánari upplýsingar er að finna hér í pdf skrá.
Atvinnuátak fyrir námsmenn
Nýlega fengu Landmælingar Íslands heimild frá Vinnumálastofnun til að ráða tíu námsmenn og/eða atvinnuleitendur til vinnu í sumar. Um er að ræða átak í atvinnumálum námsmanna til að draga úr atvinnuleysi. Fimm námsmenn og einn atvinnuleitandi munu hafa vinnuaðstöðu hjá stofnuninni á Akranesi en auk þess var leitað eftir samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og… Continue reading Atvinnuátak fyrir námsmenn
Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun 2010
Landmælingar Íslands urðu í fimmta sæti í vali á stofnun ársins í flokki minni stofnana og einnig ef miðað er við heildarfjölda og hljóta því sæmdarheitið fyrirmyndarstofnun 2010. SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu stóð nú í fimmta sinn að þessu vali. Könnun var gerð meðal allra starfsmanna stofnunarinnar óháð því í hvaða stéttarfélagi þeir væru. Ljóst er… Continue reading Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun 2010
Mælt fyrir frumvarpi um grunngerð landupplýsinga
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um grunngerð landupplýsinga á Alþingi síðastliðinn föstudag. Markmið frumvarpsins er að samræma framsetningu landupplýsinga frá hinum ýmsu aðilum, t.d. sveitarfélögum og ríki og viðhalda upplýsingunum í þeim tilgangi að tryggja aðgengi almennings og yfirvalda að þeim. Með því verður meðal annars tryggt að sömu gagnanna verði ekki… Continue reading Mælt fyrir frumvarpi um grunngerð landupplýsinga