Category: Um LMÍ
Ársþing Eurogeographics 2009
Eurogeographics eru samtök korta-og fasteignastofnana í Evrópu og eru 52 stofnanir frá 43 löndum Evrópu þátttakendur. Ársþing samtakanna var haldið í borginni Vilnius í Litháen dagana 20.-23. september 2009. Tveir fulltrúar Landmælinga Íslands sóttu fundinn auk eins fulltrúa frá Fasteignaskrá Íslands en báðar stofnanirnar hafa verið í EuroGeographics um árabil. Fundurinn var vel skipulagður og… Continue reading Ársþing Eurogeographics 2009
Stjórnendur norrænna kortastofnana funduðu á Akureyri
Norrænt samstarf á sviði landupplýsinga er okkur Íslendingum mikilvægt. Til að marka stefnuna og forgangsraða verkefnum hittast helstu stjórnendur norrænu kortastofnananna einu sinni á ári. Að þessu sinni var fundurinn haldinn á Akureyri dagana 30. ágúst – 2. september 2009. Landmælingar Íslands og Fasteignaskrá Íslands buðu sameiginlega til fundarins að þessu sinni og tóku þátt… Continue reading Stjórnendur norrænna kortastofnana funduðu á Akureyri
Stjórn Eurogeographics fundar á Íslandi
Í apríl fundaði stjórn Eurogeographics hér á landi en Eurogeographics eru samtök 52 evrópskra kortastofnana frá 43 löndum. Samtakanna bíða mörg krefjandi samræmingarverkefni um þessar mundir, s.s. INSPIRE, GMES og ESDIN en Eurogeographics sjá einnig um að gera aðgengilega samræmda kortagrunna af álfunni. Þar má nefna stjórnsýslumarkagrunn, hæðarlíkan og örnefnagrunn. Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga íslands hefur… Continue reading Stjórn Eurogeographics fundar á Íslandi
Samvinna eykur gæði landupplýsinga á Íslandi
Landmælingar Íslands og Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar skrifuðu nýlega undir samstarfssamning á sviði landupplýsinga.Markmið samningsins er að tryggja samstarf á sviði landfræðilegra gagna, nýta sérfræðiþekkingu starfsmanna, auka upplýsingamiðlun og samnýta landfræðileg gögn til að geta aukið gæði gagna og komið í veg fyrir tvíverknað. Landupplýsingadeild Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar hefur um árabil verið í fararbroddi hér á landi… Continue reading Samvinna eykur gæði landupplýsinga á Íslandi
Aukinn kraftur í örnefnaskráningu
Landmælingar Íslands hafa samið við Loftmyndir ehf um aðgang að myndkortum fyrirtækisins til nota við staðsetningu örnefna. Þá hefur í samvinnu við fyrirtækið verið þróuð kortasjá sem gerir starfsmönnum Landmælinga Íslands og örnefnasviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, kleift að staðsetja örnefni og leiðrétta. Samstarf milli þessara tveggja stofnana og þessi nýja veflausn mun án… Continue reading Aukinn kraftur í örnefnaskráningu
Nýr gagnasamningur Landmælinga og Orkustofnunar
Landmælingar Íslands og Orkustofnun hafa endurnýjað samning um samstarf, sem tekur við af eldri samstarfssamningi frá árinu 2000. Markmið samningsins er að tryggja samstarf stofnananna á sviði landfræðilegra gagnamála, nýta sérfræðiþekkingu, auka upplýsingamiðlun og samnýta landfræðileg gögn, meðal annars til að geta aukið gæði gagna og komið í veg fyrir tvíverknað. Samningurinn nær til öflunar, skráningar… Continue reading Nýr gagnasamningur Landmælinga og Orkustofnunar
Landmælingar og Landbúnaðarháskólinn í samstarf
Ársfundur Landbúnaðarháskóla Íslands var haldinn á Hótel Stykkishólmi föstudaginn 11. apríl. Meginefni fundarins að þessu sinni var náttúrufræði með sérstakri áherslu á Snæfellsnes. Á fundinum var undirritaður samstarfssamningur milli Landmælingar Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Markmið samningsins er að stuðla að auknu samstarfi þessara tveggja mikilvægu stofnana sem báðar eru staðsettar á Vesturlandi. Samningurinn fjallar meðal annars… Continue reading Landmælingar og Landbúnaðarháskólinn í samstarf
Umhverfisstofnun og Landmælingar Íslands gera samstarfssamning
Samstarfssamningur sem undirritaður var 15. janúar á milli Landmælinga Íslands og Umhverfisstofnunar kveður á um samvinnu við öflun og miðlun landfræðilegra gagna og umhverfisupplýsinga. Eitt helsta markmið samningsins er að nýta þá sérfræðiþekkingu sem starfsfólk þessara stofnana býr yfir og samnýta gögn til þess að koma í veg fyrir tvíverknað. Samningurinn nær til samstarfs á… Continue reading Umhverfisstofnun og Landmælingar Íslands gera samstarfssamning
Landmælingar Íslands og Háskóli Íslands gera með sér samning um landupplýsingar
Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands og Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands undirrituðu þann 10. janúar afnotasamning um notkun á IS 50V landfræðilega gagnagrunninum fyrir stofnanir og nemendur Háskólans. Samningurinn markar tímamót því nú hafa allir starfsmenn og nemendur aðgang að fullkomnum landfræðilegum gagnagrunni af öllu Íslandi og geta notað hann við nám, rannsóknir og kennslu. Þeir… Continue reading Landmælingar Íslands og Háskóli Íslands gera með sér samning um landupplýsingar