Í kortasjá Landmælinga Íslands er að finna töluvert magn af ljósmyndum sem danskir landmælingamenn tóku, við vinnu sína á Íslandi í upphafi síðustu aldar. Flestar eru myndirnar frá árunum 1900 til 1910. Einnig má í kortasjánni sjá kort og uppdrátt af íslenskum bæjum, þéttbýlissvæðum og þorpum sem dönsku landmælingamennirnir gerðu. Þetta mikla verkefni stóð yfir… Continue reading Viltu skoða gamlar ljósmyndir og kort af Íslandi?
Category: Saga LMÍ
Herforingjaráðskortin í vefþjónustu
Um áratuga skeið voru Atlaskortin svonefndu í mælikvarðanum 1:100 000 helstu staðfræðikort Íslendinga. Enn í dag eru margir sem taka þau kort fram yfir önnur enda með afbrigðum vel gerð og falleg kort. Uppruna Atlaskortanna er þó að finna í mjög metnaðarfullri kortagerð Dana á Íslandi en á síðasta áratug 19. aldar varð dönskum yfirvöldum… Continue reading Herforingjaráðskortin í vefþjónustu
Vel heppnað málþing á Akranesi um opinber störf á landsbyggðinni
Föstudaginn 22. febrúar 2019 stóðu Landmælingar Íslands að afar vel heppnuðu málþingi um opinber störf á landsbyggðinni. Tilefni þessa málþings var að um 20 ár eru síðan að Landmælingar Íslands voru fluttar til Akraness frá Laugaveg 178 í Reykjavík, þar sem markmiðið var að efla atvinnulífið utan höfuðborgarinnar. Á þessum tíma störfuðu tæplega 30 starfsmenn… Continue reading Vel heppnað málþing á Akranesi um opinber störf á landsbyggðinni
Skráning hafin á málþingið Búbót eða basl?
Fyrr í mánuðinum sögðum við frá málþingi sem Landmælingar Íslands halda í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að stofnunin hóf starfsemi sína á Akranesi. Hafin er skráning á málþingið sem verður haldið 22. febrúar næstkomandi frá kl 13:00 til 15:30 í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi. Yfirskrift þess er Ríkisstofnun úti á… Continue reading Skráning hafin á málþingið Búbót eða basl?
Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands
Í tengslum við 60 ára afmæli Landmælinga Íslands var gerð samantekt á starfsemi og sögu stofnunarinnar frá upphafsári hennar 1956 til dagsins í dag. Samentektin, er unnin að hluta upp úr annarri slíkri „Atriði úr sögu Landmælinga Íslands frá stofnun 1956 til ársins 2006“ sem Svavar Berg Pálsson skrifaði. Heimildir eru fengnar úr bókinni „Landmælingar… Continue reading Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands
Willysjeppinn fluttur á Skógasafn
Á dögunum komu tveir starfsmenn Skógasafns í heimsókn til Landmælinga Íslands. Þeir voru komnir til að sækja muni sem hafa verið í eigu stofnunarinnar til margra ára. Flestir munanna voru til sýnis á sýningunni „Í rétta átt“ á Byggðasafninu að Görðum sem tekin var niður síðasta vor. Stærsti gripurinn sem fer til varðveislu á Skógasafn er Willysjeppi árgerð… Continue reading Willysjeppinn fluttur á Skógasafn
Myndir danskra landmælingamanna aðgengilegar
Í safni Landmælinga Íslands er að finna nokkuð af myndum sem danskir landmælingamenn tóku í upphafi síðustu aldar. Þessar myndir hafa verið gerðar aðgengilegar á vefnum og þar sem staðsetning þeirra og hverjir eru á myndunum er ekki alltaf þekkt geta glöggir lesendur skráð inn þau atriði sem eru áhugaverð. Skoða myndasafn
Landmælingar Íslands afhenda Minjasafni Reykjavíkur gamalt kort
Í lok október afhentu Landmælingar Íslands gamalt kort af Reykjavík til Minjasafns Reykjavíkur. Kortið, sem er frumeintak, hefur lengi verið í geymslu hjá stofnuninni en nú þótti tímabært að afhenda kortið réttum aðilum til varanlegrar varðveislu.