Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstjóri Landmælinga Íslands og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, endurnýjuðu á dögunum samning um samstarf stofnanna um fjarkönnunarrannsóknir á Íslandi. Fjarkönnun felst m.a. í myndatöku úr gervitunglum, flugvélum og drónum og að vinna úr þeim upplýsingar um yfirborð jarðarinnar, svo sem um breytingar á lífríki, hopun jökla og áhrif eldgosa á… Continue reading Áframhaldandi samstarf um fjarkönnun við Háskóla Íslands
Category: Samningar
Undirritun samnings um rafræna skilalausn
Landmælingar Íslands hafa um árabil notað rafræna skjalavistunarkerfið GoPro til að skrá og halda utan um skjöl og upplýsingar stofnunarinnar auk þess að nýta hugbúnaðinn í verkefnisstjórnun. Samkvæmt lögum ber opinberum stofnunum og ráðuneytum að afhenda öll skjöl til Þjóðskjalasafns Íslands og hefur fram til þessa þurft að prenta þau á pappír. Til þess að… Continue reading Undirritun samnings um rafræna skilalausn
Samstarfssamningur milli LMÍ og Veiðimálastofnunar
Þann 3. mars sl. var undirritaður samstarfssamningur um landupplýsingar milli Landmælinga Íslands og Veiðimálastofnunar. Markmiðið með samningnum er að auka samstarf stofnananna við að afla og miðla kortum og landfræðilegum gögnum um Ísland. Samkvæmt samningnum fær Veiðimálastofnun aðgang að IS 50V gagnagrunni Landmælinga Íslands og Landmælingar Íslands fá aðgang að þeim stafrænu gagnagrunnum Veiðimálastofnunar er varða… Continue reading Samstarfssamningur milli LMÍ og Veiðimálastofnunar
Samstarfssamningur milli LMÍ og HÍ
Þann 11. febrúar sl. var endurnýjaður samningur milli Landmælinga Íslands og Háskóla Íslands um samstarf á sviði fjarkönnunar sem staðið hefur síðan árið 2000. Samkvæmt þessum samningi vinna Landmælingar Íslands og Háskóli Íslands að eflingu fjarkönnunarrannsókna á Íslandi. Háskóli Íslands verður aðili að fjarkönnunarstarfsemi hjá Landmælingum Íslands og munu samningsaðilar starfa saman og skiptast á fjarkönnunargögnum. Einnig… Continue reading Samstarfssamningur milli LMÍ og HÍ
Vel heppnaður fundur í Færeyjum
Norrænt samstarf á sviði landupplýsinga er mikilvægt fyrir Landmælingar Íslands en með því skapast m.a. mjög mikilvægur vettvangur til að afla og miðla þekkingu. Til að ræða samstarfið og forgangsraða verkefnum hittast forstjórar og helstu stjórnendur norrænu kortastofnananna einu sinni á ári. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í Þórshöfn í Færeyjum í boði Umhverfisstofunnar… Continue reading Vel heppnaður fundur í Færeyjum
Samvinna eykur gæði landupplýsinga á Íslandi
Landmælingar Íslands og Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar skrifuðu nýlega undir samstarfssamning á sviði landupplýsinga.Markmið samningsins er að tryggja samstarf á sviði landfræðilegra gagna, nýta sérfræðiþekkingu starfsmanna, auka upplýsingamiðlun og samnýta landfræðileg gögn til að geta aukið gæði gagna og komið í veg fyrir tvíverknað. Landupplýsingadeild Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar hefur um árabil verið í fararbroddi hér á landi… Continue reading Samvinna eykur gæði landupplýsinga á Íslandi
Aukinn kraftur í örnefnaskráningu
Landmælingar Íslands hafa samið við Loftmyndir ehf um aðgang að myndkortum fyrirtækisins til nota við staðsetningu örnefna. Þá hefur í samvinnu við fyrirtækið verið þróuð kortasjá sem gerir starfsmönnum Landmælinga Íslands og örnefnasviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, kleift að staðsetja örnefni og leiðrétta. Samstarf milli þessara tveggja stofnana og þessi nýja veflausn mun án… Continue reading Aukinn kraftur í örnefnaskráningu
Nýr gagnasamningur Landmælinga og Orkustofnunar
Landmælingar Íslands og Orkustofnun hafa endurnýjað samning um samstarf, sem tekur við af eldri samstarfssamningi frá árinu 2000. Markmið samningsins er að tryggja samstarf stofnananna á sviði landfræðilegra gagnamála, nýta sérfræðiþekkingu, auka upplýsingamiðlun og samnýta landfræðileg gögn, meðal annars til að geta aukið gæði gagna og komið í veg fyrir tvíverknað. Samningurinn nær til öflunar, skráningar… Continue reading Nýr gagnasamningur Landmælinga og Orkustofnunar
Landmælingar og Landbúnaðarháskólinn í samstarf
Ársfundur Landbúnaðarháskóla Íslands var haldinn á Hótel Stykkishólmi föstudaginn 11. apríl. Meginefni fundarins að þessu sinni var náttúrufræði með sérstakri áherslu á Snæfellsnes. Á fundinum var undirritaður samstarfssamningur milli Landmælingar Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Markmið samningsins er að stuðla að auknu samstarfi þessara tveggja mikilvægu stofnana sem báðar eru staðsettar á Vesturlandi. Samningurinn fjallar meðal annars… Continue reading Landmælingar og Landbúnaðarháskólinn í samstarf
Umhverfisstofnun og Landmælingar Íslands gera samstarfssamning
Samstarfssamningur sem undirritaður var 15. janúar á milli Landmælinga Íslands og Umhverfisstofnunar kveður á um samvinnu við öflun og miðlun landfræðilegra gagna og umhverfisupplýsinga. Eitt helsta markmið samningsins er að nýta þá sérfræðiþekkingu sem starfsfólk þessara stofnana býr yfir og samnýta gögn til þess að koma í veg fyrir tvíverknað. Samningurinn nær til samstarfs á… Continue reading Umhverfisstofnun og Landmælingar Íslands gera samstarfssamning