Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands og Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands undirrituðu þann 10. janúar afnotasamning um notkun á IS 50V landfræðilega gagnagrunninum fyrir stofnanir og nemendur Háskólans. Samningurinn markar tímamót því nú hafa allir starfsmenn og nemendur aðgang að fullkomnum landfræðilegum gagnagrunni af öllu Íslandi og geta notað hann við nám, rannsóknir og kennslu. Þeir… Continue reading Landmælingar Íslands og Háskóli Íslands gera með sér samning um landupplýsingar
Category: Samningar
Samstarfssamningur við Landhelgisgæsluna
Landmælingar Íslands og Landhelgisgæsla Íslands hafa skrifað undir samstarfssamning milli stofnananna. Markmið samningsins er að auka samstarf stofnananna á sviði kortagerðar, landfræðilegra upplýsingakerfa, landmælinga og til að samnýta sérþekkingu og gögn. Stofnanirnar munu koma sér saman um sameiginlega verkefnaskrá er varðar þessi atriði. Einnig munu þær sameignlega vekja athygli á gildi landupplýsinga á Íslandi.
Betri kort hjá björgunarsveitum
Landmælingar Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörggera samstarfssamning Landmælingar Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa ákveðið með samningi, sem undirritaður var í dag 13. júlí 2007, að efla samstarf sitt til að auka notkun korta og annarra landupplýsinga í starfsemi björgunarsveita á Íslandi. Samstarf þetta er þróunarverkefni í þágu almannaöryggis og er meginmarkmiðið að auka og bæta upplýsingastreymi… Continue reading Betri kort hjá björgunarsveitum
Samstarf á sviði örnefna
Í dag skrifuðu Landmælingar Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, undir samstarfssamning milli stofnananna. Markmið samningsins er að stofnanirnar vinni sameiginlega að því markmiði að til verði einhlítur gagnagrunnur um íslensk örnefni sem nýtist öllu samfélaginu og að örnefni séu birt með sem réttustum hætti.Sérstök áhersla verður lögð á að samræmis verði gætt… Continue reading Samstarf á sviði örnefna