Fundur forstjóra norrænna korta- og fasteignastofnana er haldinn í Reykjavík í dag. Á fundinum er farið yfir ýmis samstarfsverkefni og verkefni vinnuhópa s.s. EuroGeographics, Arctic SDI og INSPIRE.
Category: Samstarf
Norrænar heimsóknir
Fimmtudaginn 18. ágúst og föstudaginn 19. ágúst fengu Landmælingar Íslands heimsókn frá norrænum kollegum. Á fimmtudeginum voru haldnir hér þrír norrænir fundir; á sviði starfsmannamála, fjármála auk þess sem NIK gruppen hélt hér fund en í þeim hópi eru tengiliðir alþjóðamála kortastofnana á Norðurlöndum. Á föstudeginum kom síðan Tromsö skrifstofa systurstofnunar LMÍ hjá Statens Kartverk í Noregi í heimsókn.… Continue reading Norrænar heimsóknir
Hættu að hanga, farðu að ganga
Ganga.is er samstarfsverkefni Ungmennafélag Íslands, Ferðamálastofu og Landmælinga Íslands. Á síðunni er hægt að nálgast upplýsingar um fjölmargar gönguleiðir auk annarra nytsamra upplýsinga fyrir ferðamenn. Á síðunni er einnig að finna upplýsingar um verkefnið „Hættu að hanga, komdu að hjóla, synda eða ganga“. Heimasíða Ganga.is
Stjórnendur norrænna kortastofnana funduðu á Akureyri
Norrænt samstarf á sviði landupplýsinga er okkur Íslendingum mikilvægt. Til að marka stefnuna og forgangsraða verkefnum hittast helstu stjórnendur norrænu kortastofnananna einu sinni á ári. Að þessu sinni var fundurinn haldinn á Akureyri dagana 30. ágúst – 2. september 2009. Landmælingar Íslands og Fasteignaskrá Íslands buðu sameiginlega til fundarins að þessu sinni og tóku þátt… Continue reading Stjórnendur norrænna kortastofnana funduðu á Akureyri