Norrænir forstjórar funda í Reykjavík

Fundur forstjóra norrænna korta- og fasteignastofnana er haldinn í Reykjavík í dag. Á fundinum er farið yfir ýmis samstarfsverkefni og verkefni vinnuhópa s.s. EuroGeographics, Arctic SDI og INSPIRE.

Norrænar heimsóknir

Fimmtudaginn 18. ágúst og föstudaginn 19. ágúst fengu Landmælingar Íslands heimsókn frá norrænum kollegum. Á fimmtudeginum voru haldnir hér þrír norrænir fundir; á sviði starfsmannamála, fjármála auk þess sem NIK gruppen hélt hér fund en í þeim hópi eru tengiliðir alþjóðamála kortastofnana á Norðurlöndum. Á föstudeginum kom síðan Tromsö skrifstofa systurstofnunar LMÍ hjá Statens Kartverk í Noregi í heimsókn.… Continue reading Norrænar heimsóknir

Hættu að hanga, farðu að ganga

Ganga.is er samstarfsverkefni Ungmennafélag Íslands, Ferðamálastofu og Landmælinga Íslands. Á síðunni er hægt að nálgast upplýsingar um fjölmargar gönguleiðir auk annarra nytsamra upplýsinga fyrir ferðamenn. Á síðunni er einnig að finna upplýsingar um verkefnið „Hættu að hanga, komdu að hjóla, synda eða ganga“. Heimasíða Ganga.is

Published
Categorized as Samstarf

Stjórnendur norrænna kortastofnana funduðu á Akureyri

Norrænt samstarf á sviði landupplýsinga er okkur Íslendingum mikilvægt. Til að marka stefnuna og forgangsraða verkefnum hittast helstu stjórnendur norrænu kortastofnananna einu sinni á ári. Að þessu sinni var fundurinn haldinn á Akureyri dagana 30. ágúst – 2. september 2009. Landmælingar Íslands og Fasteignaskrá Íslands buðu sameiginlega til fundarins að þessu sinni og tóku þátt… Continue reading Stjórnendur norrænna kortastofnana funduðu á Akureyri

Published
Categorized as Samstarf