Dagana 19. og 20. maí funduðu forstjórar norrænu kortastofnananna hér á Íslandi. Fundirnir eru haldnir til að styrkja tengsl stofnananna og taka stöðu á þeim fjölmörgu verkefnum set stofnanirnar vinna í sameiningu að. Landmælingar Íslands njóta mjög góðs af þessu samstarfi og hefur það skilað sér á ýmsan hátt, s.s. í kortaútgáfu, landmælingum og við uppbyggingu landfræðilegra gagnagrunna. Að undanförnu hefur mikil áhersla verið lögð á samstarf við innleiðingu INSPIRE tilskipunar Evrópusambandsins en þar eru þessar þjóðir í fararbroddi.