Forstjórar norrænna kortastofnana í heimsókn

Dagana 19. og 20. maí funduðu forstjórar norrænu kortastofnananna hér á Íslandi.  Fundirnir eru haldnir til að styrkja tengsl stofnananna og taka stöðu á þeim fjölmörgu verkefnum set stofnanirnar vinna í sameiningu að.  Landmælingar Íslands njóta mjög góðs af þessu samstarfi og hefur það skilað sér á ýmsan hátt, s.s. í kortaútgáfu, landmælingum og við uppbyggingu landfræðilegra gagnagrunna.  Að undanförnu hefur mikil áhersla verið lögð á samstarf við innleiðingu INSPIRE tilskipunar Evrópusambandsins en þar eru þessar þjóðir í fararbroddi.

Á myndinni eru frá vinstri: Jesper Jarmbæk forstjóri KMS Danmörku, Risto Kuittinen, forstjóri landmælingastofnunar Finnlands, Magnús Guðmundsson forstjóri LMÍ, Jarmo Ratia forstjóri Lantmeteriet, Finnlandi, Stig Jönsson forstjóri Lantmeteriet, Svíþjóð, John Naustdal, sviðsstjóri Statens Kartverk, Noregi, Anne Cathrine Frøstrup forstjóri Statens Kartverk

 

Leave a comment