Forstöðumenn undirrita yfirlýsingu um loftslagsmarkmið stofnana

Frá undirritun yfirlýsingarinnar. Myndin er fengin að láni á vef UAR.

Í gær, 25. maí 2018 undirrituðu forstöðumenn stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytisins yfirlýsingu um að setja loftslagsmarkmið fyrir stofnanirnar. Munu markmiðin miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og að starfsemi stofnananna verði kolefnishlutlaus. Í yfirlýsingunni kemur fram að stofnanirnar muni kortleggja losun frá starfsemi sinni, setja markmið um samdrátt í losun og birta árlega skýrslu um framgang og árangur. Frá þessu er sagt í frétt á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.