Framkvæmdir þurfa að byggja á réttri viðmiðun

Afmyndun á ISN93
Afmyndun á ISN93
Afmyndun á ISN93

Þann 5. maí sl. hélt Þórarinn Sigurðsson, mælingaverkfræðingur fyrirlestur á vorfundi SATS (Samtök tæknimanna sveitarfélaga) sem var haldinn á Hótel Kötlu við Vík í Mýrdal. Fyrirlesturinn fjallaði um afmyndun landshnitakerfisins frá 1993 til 2016 og hvernig jarðskorpuhreyfingar hafa áhrif á hinar ýmsu framkvæmdir í landinu, en þar var byggt á gögnum frá endurmælingu landshnitakerfisins 2016. Einnig voru kynnt áform Landmælinga Íslands um að taka í notkun nýja hálfhreyfanlega viðmiðun í lok ársins og hvernig best er fyrir eftirlits- og framkvæmdaraðila að tengjast henni til að tryggja nákvæmni mælinga. Hálfhreyfanleg viðmiðun er nýjung á Íslandi en slíkar viðmiðanir henta betur fyrir lönd sem búa við eins mikla jarðskorpuhreyfingar og Ísland og líftími viðmiðunarinnar lengist til muna.

Jarðstöðvakerfi Landmælinga Íslands, IceCORS, styður við innleiðingu þessarar hálfhreyfanlegu viðmiðunar, eykur áreiðanleika og nákvæmni og getur sparað mikinn tíma og mikla fjármuni fyrir framkvæmdaraðila.