Fréttabréfið Kvarðinn er komið út

Árið 2020 er 22. útgáfuár fréttbréfsins Kvarðans, en fréttabréfið hefur komið út síðan árið 1999. Fyrstu árin var Kvarðinn gefinn út tvisvar á ári en frá árinu 2011 hafa verið gefin út þrjú tölublöð á ári.

Annað tölublað Kvarðans á árinu 2020 er nú komið út  en það er jafnframt 50. blaðið sem gefið hefur verið út.

Að þessu sinni er fjallað um nýtt hæðarlíkan Landmælinga Íslands, „örnefnagrúskara“, stærsta landvöktunarverkefni Umhverfisstofnunar Evrópu og margt fleira.

Kvarðinn er gefin út á rafrænu formi  á vef Landmælinga Ísland en þar má einnig lesa öll fréttabréfin frá árinu 1999.