Þriðja tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2014 er komið út. Í blaðinu er meðal annars sagt frá alþjóðlegu samstarfi á vegum Sameinuðu þjóðanna til að nýta sem best kort og landupplýsingar, Copernicusáætlun Evrópusambandsins, mælingum sumarsins 2014 og ársþingi evrópskra landmælingamanna. Kvarðinn er gefinn út á rafrænu formi og hægt er að skoða blaðið með því að smella hér.