Fréttabréfið Kvarðinn er komið út

Fyrsta tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2015 er komið út. Að þessu sinni er meðal annars sagt frá aðlögun Landmælinga Íslands að Grænum skrefum í ríkisrekstri, hæðargögnum, nýrri uppfærslu á IS 50V og heimsókn umhverfis- og auðlindaráðherra. Kvarðinn er gefinn út á rafrænu formi og hægt er að nálgast blaðið með því að smella hér.