Breytingarnar má rekja til þess að annars vegar er verið að koma til móts við kröfur notenda staðalsins með því að gera hann einfaldari og aðgengilegri, hins vegar hefur hugtakanotkun verið rýnd og hugmynda- og aðferðarfræðin endurskoðuð í samræmi við alþjóðlega staðla á sviði landupplýsinga.
Frumvarpið hefur verið gefið út og auglýst í Staðlatíðindum á vef Staðlaráðs http://www.stadlar.is/stadlatidindi/ og umsagnarfrestur er til 4. júní næstkomandi.