Fundur notenda IS 50V

Í tengslum við útgáfu 3.3. á IS 50V gagnagrunnunum héldu Landmælingar Íslands þann 30. maí fund með notendum gagnanna. Þetta er í þriðja sinn sem slíkur fundur er haldinn og er hann því orðin fastur liður í tengslum við vorútgáfu IS 50V. Notendur frá rúmlega 10 stofnunum og fyrirtækjum voru mættir á fundin þar sem m.a. fóru fram umræður um innihald gagnagrunnsins ásamt þjónustum sem áskrifendum er boðið upp á. Haldin voru þrjú erindi á fundinum og má nálgast efni þeirra á slóðum hér að neðan. Landmælingar Íslands þakka fundarmönnum fyrir góðann fund og benda notendum á að allar ábendingar um það sem betur má fara í IS 50V grunninum eru vel þegnar.

Útgáfa 3.2 og 3.3, helstu breytingar – Steinunn E. Gunnarsdóttir

Birting örnefna LMÍ – Ragnar Þórðarson

Vefþjónustur LMÍ – Brandur Sigurjónsson

 

 

 

Leave a comment