Fundur stjórnar Arctic SDI

Dagana 20. og 21. nóvember 2014 var haldinn  í Reykjavík, fundur stjórnar Arctic SDI verkefnisins. Arctic SDI er samstarfsverkefni átta þjóða á Norðurslóðum sem snýr að uppbyggingu grunngerðar fyrir landupplýsingar og tengingu kortagrunna á Norðurheimskautssvæðinu. Markmiðið er að nýta sem best kort og landupplýsingar sem til eru af þessu svæði óháð landamærum ríkja m.a. til stuðnings við að fylgjast með umhverfisáhrifum og fjölbreyttu lífríki auk þess sem slík gögn nýtast við margvísleg önnur verkefni. Á fundinum í Reykjavík var aðallega fjallað um stefnumótun fyrir verkefnið og hvernig hægt er að auka samstarf og tengsl við Norðurskautsráðið, en verkefnið er unnið í nánu samstarfi við ráðið. Fulltrúi Íslands í stjórn Arctic SDI er Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands.

Fræðast má meira um verkefnið á heimasíðu Arctic SDI http://arctic-sdi.org/