Haustráðstefna LÍSU og GI Norden var haldin 11. og 12. október síðastliðinn. Á ráðstefnunni flutti Hafliði Sigtryggur Magnússon, tölvunarfræðingur, fyrirlestur þar sem hann fjallaði um hvernig gögn í nýrri Landupplýsingagátt Landmælinga Íslands nýttust nefnd sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði 14. júlí 2016. Hlutverk nefndarinnar er að greina og kortleggja svæðið innan miðhálendislínu á heildstæðan hátt. Gögnum var safnað frá mörgum aðilum og í gegnum nýju Landupplýsingátt Landmælinga Íslands gerð aðgengileg fyrir nefndina. Fyrirlesturinn gerði Hafliði í samvinnu við Eydís Líndal Finnbogadóttur, forstöðumann og nefndu þau hann „From Data to Decision Making“.