Fyrirlestur um skráningu örnefna í Borgarfirði

Landmælingar Íslands vilja vekja athygli á fyrirlestri Ragnhildar Helgu Jónsdóttur umhverfislandfræðings og Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum, um skráningu og kortlagningu örnefna í Borgarfirði. Skráningin hefur verið unnin í samstarfi við Landmælingar Íslands, en nokkrir aðilar hafa skráningaraðgang í örnefnagrunn stofnunarinnar. Örnefnin sem þar eru skráð inn birtast  í örnefnasjá Landmælinga Íslands. Fyrirlesturinn verður haldinn í Snorrastofu, Reykholti 6. nóvember 2012 og hefst hann kl 20:30. Nánar  hér.

 

Leave a comment