Hæðarlíkan af Herðubreið

Þar sem ánægja var með hæðarlíkan af Öræfajökli sem starfsmenn Landmælinga Íslands settu saman í síðustu viku höfum við ákveðið halda áfram með svona verkefni og gera úr því einskonar leik. Við munum næstu vikurnar vera með módeldaga á föstudögum og leika okkur með að setja saman hæðargögn af svæðum og myndir og kannski eitthvað fleira af gögnum. Þannig getið þið í þetta sinn skoðað og velt fyrir ykkur drottningu íslenskra fjalla – Herðubreið sjálfri. http://atlas.lmi.is/3dmodel/Herdubreid_3D/Herdubreid.html