Hæðarlíkan af Öræfajökli

Í kjölfar nokkurrar umræðu um jarðhræringar í Öræfajökli hafa starfsmenn Landmælinga Íslands sett saman hæðarlíkan af jöklinum sem á uppruna sinn að rekja til lidar mælinga frá 2012 . Ofaná hæðarlíkanið hefur verið sett mynd tekin úr gervitungli Planet Labs, 2. nóvember 2018. Hæðargögnin og myndgögnin eru síðan sett saman í Qgis sem er opin hugbúnaður til að vinna með landupplýsingar. Afurðin er myndhæðarlíkan sem notendur geta leikið sér með að snúa velta og þysja inn og út og þannig áttað sig betur á staðháttum í kringum þetta mikla eldjall sem Öræfajökull er. Í kolli fjallsins, á ísbreiðunni, má sjá hringlaga sig sem vísindamenna velta vöngum yfir hvort túlka megi sem kvikuhreyfingu í iðrum eldfjallsins. Á líkaninu má einnig finna þrjá ferla sem sýna mismunandi leiðir sem ferðamenn fara þegar gengið er á hæsta tind landsins Hvannadalshnúk sem er vestan í Öræfajökli og er 2110 metra hár.

Þessi framsetning er einkum gerð til skemmtunar og vonum við að landsmenn hafi jafn gaman af og við hjá Landmælingum Íslands.

Smellið á hlekkinn til að skoða: http://atlas.lmi.is/3dmodel/Oraefa_w_Names/Oraefa_20181102.html

Heimildir: Gervitunglamynd var fengin frá Planet Labs. Hæðarlíkanið er unnið af Landmælingum Íslands úr lidargögnum sem aflað var vegna Heimskautaársverkefnisins 2007-2008. Hugbúnaður: Qgis. Gönguferlar: Einar R. Sigurðsson, Öræfaferðir.