Þá er röðin komin að þrívíddarmynd fyrir Skessuhorn og Heiðarhorn í Skarðsheiði. Skessuhorn, sem telst einn tignarlegasti tindur á Vesturlandi, rís í sem næst 967 m hæð. Af tindinum sést vítt yfir Vesturland og er ganga á hann talin taka 5-6 klst. Gengið er upp að norðanverðu. Efri hluti fjallsins er gerður af fjölda hraunlaga úr blágrýti en séð frá norðvestri líkist lögun fjallsins mjög pýramída. Heiðarhorn sést frá suðri og er öllu hærri eða í um 1055 m hæð. Slóðin þangað er um 13 km alls frá upphafi og til baka. Jeppaslóð liggur um Leirárdal á milli Svínadals og Andakíls. Gönguleiðir á báða þessa tinda er að finna fyrir vant göngufólk.