Á undanförnum vikum hafa Landmælingar Íslands og Ferðaklúbburinn 4×4 GPS-mælt vegi á hálendi Íslands. Markmið þessa samstarfsverkefnis er að útbúa gagnagrunn um vegi og slóða á hálendi Íslands. Gagnagrunninn verður hægt að nota í margvíslegum tilgangi, ekki síst fyrir umhverfisráðuneytið og sveitarfélög vegna vinnu til að koma í veg fyrir utanvegaakstur.
Samstarfið er á þá leið að 4×4 leggja til bíla og þaulvana bílstjóra en Landmælingar Íslands sjá um mannskap og búnað til mælinganna. Þessi aðferð skilar mjög nákvæmum gögnum þar sem ekki er einungis um að ræða mælingu á vegunum sjálfum heldur eru einnig skráðir ýmsir aðrir þættir s.s. ástandi þeirra, lýsing og yfirborð.