Haraldarsafn – Ísland og íslensk landfræði

Á síðasta ári tóku Landmælingar Íslands þátt í verkefni á vegum Bókasafns Akraness sem nefnist „Fjársjóður: úr fórum bókasafns Haraldar og Sigrúnar Ástrósar“.

Verkefnið snýst um Haraldarsafn eins og það er nefnt dags daglega en það er sérsafn bóka um Ísland og íslenska landfræði sem var í eigu Haraldar Sigurðssonar, bókavarðar og heiðursdoktors. Bækurnar eru nú í eigu Bókasafns Akraness. Markmið verkefnisins var að gera upplýsingar um bækur safnsins aðgengilegar og safnið þar með sýnilegra í gegnum heimasíðu Bókasafns Akraness og Gegni.

Verkefnið verður unnið í áföngum og nokkrar bækur teknar fyrir í hverjum áfanga. Nú er fyrsta áfanga lokið. Titilsíða og valdar myndir úr bókunum voru ljósmyndaðar og gerð stutt samantekt um efni hverrar bókar. Rannsóknarsjóður Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haraldar Sigurssonar veitti 250.000 króna styrk til fyrsta áfanga verksins. Landmælingar Íslands sáu um ljósmyndun efnisins.

Afurðir verkefnisins má finna á heimasíðu Bókasafns Akraness og í Gegni.

Leave a comment