Landmælingar Íslands varðveita mikið af heimildum um legu marka sveitarfélaga á Íslandi. Á vefsíðu um heimildir sveitarfélagamarka, http://atlas.lmi.is/mork_heimildir , er hægt að nálgast heimildirnar á núverandi IS 50V mörkum sveitarfélaga á einfaldan hátt. Ef smellt er á línu þá birtist dálkur og ef smellt á dálkinn heimild þá birtist tengill annað hvort á pdf eða jpg formati. Heimildirnar birtast eins og þær líta út í skjalasafni Landmælinga Íslands. Skjölin geta verið hæstaréttardómar, samkomulag á milli sveitarfélaga, handskrifuð skjöl (t.d. gömul landamerkjaskjöl) eða teikningar sem hafa verið teiknaðar á kort Landmælinga Íslands svo eitthvað sé nefnt. Á nokkrum stöðum (aðallega á jöklum) eru engar heimildir. Engin ábyrgð er tekin á áreiðanleika þeirra gagna sem birt eru og komi upp vafi um legu marka skal upplýsingum um slíkt komið til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins eða Landmælinga Íslands. Einnig er hægt að fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á lmi hjá lmi.is. Lagið heimildir sveitfarfélagamarka er líka hægt að nálgast í landupplýsingagátt Landmælinga Íslands auk þess sem hægt er að ná í lagið bæði sem wms og wfs þjónustur (v_ mork_linur_heimildir).
Smellið hér til að fara á síðu um heimildir sveitarfélaga |