Heimsókn frá Grænlandi

Starfsmenn Asiaq ásamt Eydísi og Gunnari forrstöðumönnum hjá LMÍ
Þrír starfsmenn Asiaq ásamt Eydísi og Gunnari forstöðumönnum hjá LMÍ

Undanfarna daga hafa þrír starfsmenn frá Asiaq á Grænlandi verið í heimsókn hjá Landmælingum Íslands. Markmið heimsóknarinnar er að miðla þekkigu og reynslu á milli sérfræðinga stofnananna og ræða möguleika á frekara samstarfi á sviði kortagerðar. Asiaq er stofnun á vegum grænlensku heimastjórnarinnar en meðal verkefna stofnunarinnar er að skrá og miðla upplýsingum um nátturufar Grænlands. Þá fellur gerð korta og uppbygging kortagrunna einnig undir starfssvið stofnunarinnar. Starfsmenn Asiaq hafa kynnt sér þær aðferðir sem Landmælingar Íslands beita við uppbyggingu á landfræðilegum gagnagrunnum sínum, s.s. við notkun gervitunglamynda, skráningu örnefna og rekstur vefþjónustu. Stefnt er að áframhaldandi samvinnu og munu þá verða gefin út göngukort af Grænlandi með aðferðum sem starfsmenn Landmælinga Íslands og Asiaq hafa þróað