Heimsókn umhverfis- og auðlindaráðherra

F.v. Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri, Sigrún Magúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðerra, Þórunn Elva Sæmundsdóttir ritari ráðherra, Gunnar H. Kristinsson forstöðumaður hjá LMÍ, Magnús Guðmundsson forstjóri LMÍ, Eydís L. Finnbogadóttir forstöðumaður hjá LMÍ og Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður ráðherra.

Sigrún Magnúsdóttir, sem tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra í byrjun árs, heimsótti Landmælingar Íslands í dag 16. janúar. Með henni í för voru ráðuneytisstjóri og fleiri úr starfsliði ráðuneytisins. Sigrún átti fund með stjórnendum stofnunarinnar þar sem hún fékk kynningu á starfseminni og þar sem rædd voru framtíðaráform og áherslur á næstu árum. Þá heilsaði  hún upp á starfsfólk og kynnti sér helstu verkefni sem unnið er að. Landmælingar Íslands bjóða Sigrúnu velkomna til starfa og hlakka til samstarfs við hana og hennar fólk í náinni framtíð.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri, Sigrún Magúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra, Þórunn Elva Sæmundsdóttir ritari ráðherra, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi UAR, Gunnar H. Kristinsson forstöðumaður hjá LMÍ, Magnús Guðmundsson forstjóri LMÍ, Eydís L. Finnbogadóttir forstöðumaður hjá LMÍ og Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður ráðherra.