Umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir heimsótti Landmælingar Íslands í dag, föstudaginn 21. apríl. Með henni í för voru Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri og Steinar Kaldal, aðstoðarmaður ráðherra. Á fundi með stjórnendum stofnunarinnar fékk Björt kynningu á starfseminni, framtíðaráformum og áherslum næstu ára. Þá heilsaði hún upp á starfsfólk og kynnti sér helstu verkefni sem unnið er að hjá Landmælingum Íslands.