Heimsókn umhverfis- og auðlindaráðherra

F.v. Björt Ólafsdóttir, Sigríður Auður Arnardóttir, Steinar Kaldal, Eydís L. Finnbogadóttir og Magnús Guðmundsson.
F.v. Björt Ólafsdóttir, Sigríður Auður Arnardóttir, Steinar Kaldal,  Eydís L. Finnbogadóttir og Magnús Guðmundsson.
F.v. Björt Ólafsdóttir, Sigríður Auður Arnardóttir, Steinar Kaldal, Eydís L. Finnbogadóttir og Magnús Guðmundsson.

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir heimsótti Landmælingar Íslands í dag, föstudaginn 21. apríl. Með henni í för voru Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri og Steinar Kaldal, aðstoðarmaður ráðherra. Á fundi með stjórnendum stofnunarinnar fékk Björt kynningu á starfseminni, framtíðaráformum og áherslum næstu ára. Þá heilsaði hún upp á starfsfólk og kynnti sér helstu verkefni sem unnið er að hjá Landmælingum Íslands.