Það var Sigurrós Júlíusdóttir sem færði Landmælingum Íslands ljósmyndina að gjöf og til varðveislu um ókomin ár en myndin var áður í eigu afa hennar sem hét Veturliði Guðbjartsson. Veturliði var um tíma aðstoðarmaður dönsku herforingjanna þegar þeir voru við mælingar á Íslandi. Landmælingar Íslands vilja þakka Sigurrós innilega fyrir gjöfina og mun ljósmyndin verða skráð og komið á stafrænt form til að tryggja aðgengi að henni m.a. á vefnum