Hvað er „grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar“ -eða einfaldlega „grunngerð“?

Samkvæmt lögum nr. 44/2011 er grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar: „Tækni, stefnur, staðlar og mannauður sem þarf til að afla stafrænna landupplýsinga, vinna úr þeim, varðveita, miðla og auðvelda notkun þeirra.“

Grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar byggir á nokkrum meginreglum INSPIRE:

• Gögnum skal einungis safnað einu sinni;
• Gögnum skal vera haldið við þar sem hægt er að gera það á sem hagkvæmastan hátt;
• Einfalt yfirlit verði til yfir hvaða gögn og þjónusta er í boði (lýsigögn);
• Gögn ætti að nota frá upprunastað sínum;
• Tryggt sé að hægt sé að nota gögn frá mörgum í mismunandi samhengi

Leave a comment