Hvaða gögn, málefni og þjónustur falla undir INSPIRE?

Almenna reglan er að INSPIRE fjallar um tilgreind landupplýsingagögn stjórnvalda, á rafrænu formi og eru þemu sem tilskipunin nær til  talin eru upp í viðauka 1, 2 og 3. 

Viðaukar 1 og 2 fjalla um grunnkort, myndgögn og grunnþemu  (tilvísunargögn) sem mynda síðan einskonar undirstöðu fyrir  gögn í viðauka 3. Viðauki 3 einkennist af því að vera sérstaklega þýðingarmikill fyrir áætlanagerð, stjórnun og eftirlit með umhverfisaðstæðum.

Aðildarríkin skulu koma á fót og starfrækja vefþjónustur fyrir stafrænar landupplýsingar og  lýsigögn vegna þeirra . Í vefþjónustunum þarf t.d. að vera hægt að leita að gögnum, skoða gögn, hala niður gögnum og varpa gögnum í mismunandi hnitakerfi.

Aftast í íslenskri þýðingu á INSPIRE-tilskipuninni er hægt að lesa viðaukana.

Leave a comment