Sökum mikilla jarðskorpuhreyfinga á Íslandi er mikilvægt að vinna með landfræðileg gögn og mælingagögn af landinu í sem bestri viðmiðun/hnitakerfi. Landshnitakerfið ISN2016 er það sem nákvæmast er hér á landi en borið hefur á því að einhver landupplýsingakerfi hafi ekki enn innleitt ISN2016 í sín kerfi. Fyrir þá notendur hafa Landmælingar Íslands útbúið IS 50V gögnin í WGS84 og ættu þau gögn að passa í allan hugbúnað en WGS84 er nær raunveruleikanum á Íslandi í dag heldur en eldri innlendar varpanir s.s. ISN93 og ISN2004.
IS 50V í WGS84 má finna á niðurhalssíðu LMÍ.