Kvarðinn, fréttabréf Landmælinga Íslands, er kominn út

Þriðja tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands á árinu 2018 er komið út.

Í blaðinu er meðal annars sagt frá skýrslu um könnun á stöðu landupplýsinga  meðal stofnana og opinberra fyrirtækja, sem Landmælingar Íslands stóðu fyrir fyrr á árinu, nýrri uppfærslu á IS 50V og kynningu á Copernicusáætlun Evrópusambandsins.

Kvarðinn kemur út þrisvar á ári og er eingöngu gefinn út á rafrænu formi.